Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:30 Ben Simmons skipti til Brooklyn Nets á dögunum. Hann hefur ekki enn spilað fyrir liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum. Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum.
Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira