Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 23:30 Sigurður Orri Kristjánsson, Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson fóru um víðan völl í Framlengingunni. Stöð 2 Sport Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins voru þeir Sævar Sævarsson og Matthías Orri Sigurðarson og þeir hófu leik á því að ræða um hæga miðherja Njarðvíkurliðsins. Þegar þeir höfðu lokið sér af í þeirri umræðu spurði Sigurður Orri þá félaga hvort að Dominykas Milka væri í besta fimm manna liði Keflavíkur. „Nei, ég meina, ekki í dag,“ sagði Sævar eftir langa þögn. „Bara því miður. Ég held að ég geti meira að segja snúið þessu upp í það að segja að ég er ekki einu sinni viss um að Hörður Axel sé í besta fimm manna liði Keflavíkur í dag.“ „Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera það, en ekki í dag,“ bætti Sævar við. Matthías Orri var hins vegar ekki alveg sammála kollega sínum. „Já. Milka er alltaf í besta fimm manna liði Keflvíkinga,“ sagði Matthías. „Við vitum að hann er búinn að vera slakur. Slatti af því er örugglega á honum og slatti er kannski á Hjalta [þjálfara Keflvíkinga] og leikstíl, en hvern ætlarðu að setja inn í staðinn?“ „Ef þið ætlið að vera með Milka þá þurfið þið að nota hann eins vel og þið mögulega getið og reyna að fela hann varnarlega eins og þið getið.“ Sævar greip þá boltann á lofti og sagði að þó að hann væri sammála Matthíasi að mörgu leyti þá þyrfti Milka að sýna mun meira en hann hefur verið að gera ef Keflvíkingar ætla sér að vinna einhvern titil. „Það er bara ekki hægt að fela hann varnarlega eins og var gert í fyrra af því að það er enginn í liðinu með sprengju eins og Deane Williams var með,“ sagði Sævar. „Ef að Keflvík ætlar sér einhverntíman að vinna titil - sem að ég held að séu kannski svona tíu prósent líkur á í dag - þá þarf Milka að vera með A-leikinn sinn upp á 9,5.“ Klippa: KBK: Framlenging Eftir að þessari umræðu var lokið veltu strákarnir fyrir sér hvort að eitthvað lið væri mögulega betra í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni, þeir ræddu um Kristinn Pálsson, leikmann Grindavíkur, og að lokum hvaða lið verðandi deildarmeistarar myndu vilja mæta í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum