Hlín hefur verið að gera stóra og flotta hluti í tískuheiminum síðustu ár en í dag býr hún og starfar í París. Sýningin hjá Andreas Kronthaler var haldin í La Nouvelle Eve en tískuvikan í París er í fullum gangi.
Á tískuvikunni þetta árið hefur Hlín einnig verið að sýna fyrir merkið Koché. Það fer ekkert á milli mála að hún er á hraðri uppleið í tískuheiminum og verður spennandi að fylgjast með því hvert ferillinn leiðir hana.
