Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson skrifar 7. mars 2022 11:17 Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. Ég leit á þetta sem brot á grundvallarsiðareglum fræðasamfélagsins, og setti því saman greinargerð sem ég sendi annarsvegar til Siðanefndar Háskóla Íslands og hinsvegar til Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum. Ákvað siðanefnd skömmu síðar að taka málið fyrir. Greinargerðin birtist einnig á Vísi þann 8. desember 2021. Ásgeir hefur þverneitað ásökunum mínum. Þessu næst hafði hann samband við Helga Þorláksson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og lét hann svara fyrir sína hönd á opinberum vettvangi. Birtist álitsgerð Helga á Facebook-vegg Ásgeirs Jónssonar þann 6. janúar 2022. Í stuttu máli reynir Helgi að hvítþvo Ásgeir Jónsson af öllum ásökunum. Samráð Ásgeirs og rektors Þann 10. febrúar síðastliðinn fékk ég síðan bréf frá Siðanefnd Háskóla Íslands sem tjáði að hún hefði sagt af sér þann 7. febrúar 2022. Ástæður uppsagnarinnar voru samkvæmt bréfinu, að annar málsaðila hefði „kosið að nýta ekki það tækifæri sem siðanefndin veitti honum til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri“, en þess í stað „valið að fá stjórnendur skólans til samtals við sig um málareksturinn“. (Yfirlýsing um afsögn siðanefndar, bls. 1). Eins og fram kemur í greinargerð siðanefndar um málið á föstudaginn var, 4. mars, hér á Vísi, brást rektor við þeim umleitunum og tjáði Ásgeiri að mál hans ætti ekki heima á borði siðanefndar. Ásgeir skrifaði síðan siðanefnd út frá þessu „að málinu væri sjálfhætt“. Hafði siðanefnd enga vitneskju um þetta samráð Ásgeirs og rektors fyrr hún fékk bréf Ásgeirs. Tjáði þar rektor Ásgeiri þessa skoðun sína u.þ.b. tveimur mánuðum eftir að siðanefnd ákvað að taka málið fyrir, og tók þannig fram fyrir hendur sjálfstætt starfandi nefndar. Er afsögn siðanefndar til vitnis um fagmennsku hennar, og er sú staðreynd að nefndin láti ekki skilaboð að ofan stjórna sér, hið eina sanna fagnaðarefni þessa máls, þó vissulega sé illa fyrir Háskólanum komið fyrir vikið. Ég hafði sent hlutaðilum bréf um að það gætu verið tengsl í siðanefnd við Ásgeir, en sé ég nú, að ekki var ástæða til að efast um hlutlægni Skúla Skúlasonar formanns, hann líkt og aðrir nefndarmeðlimir hafa sýnt sig í þessu máli vera fyllilega traustsins verða. Andmæli Ásgeir Jónsson hefur síðan birt andmæli gegn minni kvörtun á Vísi, þann 15. febrúar síðastliðinn. Kemur þar fram að hann hafi einnig „sent greinargerð sína til Siðanefndar Háskóla Íslands“. Er þetta í besta falli leikaraskapur til þess gerður að sýnast vilja málefnalega umfjöllun. Ekki aðeins hafði siðanefnd sagt af sér viku áður, eins og kom fram í áðurnefndu bréfi til okkar málsaðila, heldur hefur Ásgeir sjálfur gripið fram fyrir hendur siðanefndar með því að fullyrða að nefndin sé ekki yfir hann sett, með því að blanda Helga Þorlákssyni inn í málið, og með því að hafa beint samband við rektor Háskóla Íslands og beita viðbrögðum hans gegn siðanefnd. Hef ég því gert það eina sem ég get gert í þessu máli, og skrifað ítarlega grein þar sem ég hrek bæði málflutning Helga Þorlákssonar frá 6. janúar og Ásgeirs Jónssonar frá 15. febrúar, um leið og ég skoða grundvallar-siðareglur er varða ritstuld og óvönduð vinnubrögð í víðara samhengi. Þar sýni ég svart á hvítu hvernig Ásgeir hefur tekið sértækar túlkanir og tilgátur úr bók minni og gert að sínum, og er þar alls ekki um almennar hugmyndir um rostungsveiðar að ræða, eins og ranglega hefur verið hermt á samfélagsmiðlum, í fréttamiðlum og í andmælum Helga og Ásgeirs. Þá er ekki flókið að sýna fram á að Ásgeir Jónsson hefur stundað óæskileg vinnubrögð í bók sinni. Hvorki í miðaldaheimildum né meðal seinni tíma fræðimanna birtist Geirmundur heljarskinn í forsvari fyrir rostungsveiðimenningu. Það var kenning sem birtist fyrst í bók minni um svarta víkinginn, rökstudd á tæpum 300 blaðsíðum, byggð á viðamikilli þverfaglegri rannsókn til áratuga. Þessa kenningu eignar Ásgeir Jónsson sér án þess að geta mín í einu orði. Hið sama gildir um fleiri persónur eins og tengdason Geirmundar, Ketil gufu. Eru aðferðir Ásgeirs í andmælunum 15. febrúar fordæmalausar, þegar hann tekur upp á því að skálda inn í miðaldaheimildir til að sverja af sér sína sekt. Má ekki skilja það öðruvísi en sem örvæntingarfulla tilraun til að þyrla upp ryki í von um að enginn nenni að skoða slíka „textafræði“ ofan í kjölinn. Mun því og öðrum málflutningi hans svarað lið fyrir lið af fræðilegri nákvæmni, og greinin birt í fagtímariti á vormánuðum. Við hvað eru menn hræddir? Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn. Ef sú er raunin getur hver sem er seilst í smiðju annarra og gert ævistarf þeirra að sínu. Er það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags, en þangað virðumst við því miður vera að fljóta ef slík vinnubrögð verða óátalin. Þannig má undrast þá háttvirtu prófessora og fræðimenn sem hafa tekið afstöðu með Ásgeiri í ræðu og riti sem og á samfélagsmiðlum án þess að gera sér grein fyrir því að þær grundvallarsiðareglur vísindasamfélagsins sem ég tel Ásgeir hafa brotið, eru forsenda þess að þeir sjálfir geti stundað sína vinnu og skilið eitthvað eftir sig. Fyrir þessum flokki fer Helgi Þorláksson og mistekst hrapallega að vera málefnalegur, en aðrir hafa láta nægja að gjamma á Facebook og fréttamiðlum. Ekki er hægt að túlka viðbrögð Ásgeirs Jónssonar sem hefur beint samband við forseta Háskólaráðs, eða viðbrögð rektors Jóns Atla Benediktssonar sem annað en hræðslu við að hið rétta komi fram. Þeir óttast það mest að málið fái málefnalega umfjöllun og því eru settir steinar í götu siðanefndar. Ef Ásgeir er saklaus eins og hann segist vera, hefði hann átt að taka því fagnandi að siðanefnd fjallaði um málið. Þegar maður gengur inn í háskólasamfélagið er sú kenning höfð í frammi að maður sé kominn á stað þar sem fólk leitar sannleikans óháð hagsmunum og pólitík. Rektor Háskóla Íslands er vitanlega sá sem ætti að leitast við að persónugera þessa fögru hugsjón með sínu starfi, en ekki vinna gegn henni eins og hann hefur gert í þessu máli. Rektor hefur fullyrt eitthvað sem ekkert háskólasamfélag hins siðmenntaða heims kannast við, nefnilega að starfsfólk í leyfi frá háskólum hafi engar skyldur við háskólasamfélagið. Undanbrögð Ásgeirs og rektors Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu, og skrifar: „Sæmilega upplýstur lestur á siðareglum skólans ásamt þeirri lögfræðiráðgjöf sem lá fyrir leiddi einfaldlega til þeirrar niðurstöðu að málið ætti erindi við nefndina“ (https://www.visir.is/g/20222230591d, kafli IV), og segir ennfremur: „Þess skal þó getið að verklagsreglur um launalaus leyfi starfsmanna háskólans koma alls ekki inn á þessa hlið mála“ (sama heimild, kafli II). Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins. Leiðinlegur slagur Illa er nú komið fyrir þeim á Íslandi sem verða fyrir því að aðrir eigni sér tilgátur þeirra og rannsóknarstarf. Ekki mun Siðanefnd Háskóla Íslands blanda sér í slíkt meðan hún liggur niðri, og efast má af ofangreindum ástæðum um hæfi núverandi rektors til að tilnefna nýjan formann siðanefndar, hvers hlutlægni megi treysta. Í öðru lagi sendi ég mál mitt til Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum sem skipuð var af forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, árið 2019. Sú nefnd er enn á vergangi milli ráðuneyta og hefur verið óstarfhæf síðan hún var skipuð. En ef svo vildi til að skikk kæmist á umræddar nefndir, þá yrði að óbreyttu sú lausn í boði að starfsfólk Háskóla Íslands geti skráð sig í launalaust leyfi á meðan það hyggst gera eitthvað vafasamt. Í stuttu máli hef ég í engin hús að venda með mitt mál, sem ég tel varða ritstuld úr einni fræðibók í aðra. Það eina sem ég get er að birta tímaritsgrein með fræðilega vandaðri umfjöllun og leggja þarmeð málið í dóm fræðasamfélags og almennings. Ég hef litið svo á að með því að láta í mér heyra, hafi ég reynt að leggja mitt lóð á vogarskálar heilbrigðara vísindasamfélags. Er það leiðinlegur slagur og alger andstæða þeirrar forvitni og lærdómsgleði sem bjó Leitina að svarta víkingnum til, og sem ég vonaðist eftir að hrifi lesendur hennar. Annaðhvort gilda prinsipp og siðareglur um alla menn eða engan mann. Höfundur er Dr. art. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Háskólar Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Bókaútgáfa Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. Ég leit á þetta sem brot á grundvallarsiðareglum fræðasamfélagsins, og setti því saman greinargerð sem ég sendi annarsvegar til Siðanefndar Háskóla Íslands og hinsvegar til Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum. Ákvað siðanefnd skömmu síðar að taka málið fyrir. Greinargerðin birtist einnig á Vísi þann 8. desember 2021. Ásgeir hefur þverneitað ásökunum mínum. Þessu næst hafði hann samband við Helga Þorláksson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og lét hann svara fyrir sína hönd á opinberum vettvangi. Birtist álitsgerð Helga á Facebook-vegg Ásgeirs Jónssonar þann 6. janúar 2022. Í stuttu máli reynir Helgi að hvítþvo Ásgeir Jónsson af öllum ásökunum. Samráð Ásgeirs og rektors Þann 10. febrúar síðastliðinn fékk ég síðan bréf frá Siðanefnd Háskóla Íslands sem tjáði að hún hefði sagt af sér þann 7. febrúar 2022. Ástæður uppsagnarinnar voru samkvæmt bréfinu, að annar málsaðila hefði „kosið að nýta ekki það tækifæri sem siðanefndin veitti honum til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri“, en þess í stað „valið að fá stjórnendur skólans til samtals við sig um málareksturinn“. (Yfirlýsing um afsögn siðanefndar, bls. 1). Eins og fram kemur í greinargerð siðanefndar um málið á föstudaginn var, 4. mars, hér á Vísi, brást rektor við þeim umleitunum og tjáði Ásgeiri að mál hans ætti ekki heima á borði siðanefndar. Ásgeir skrifaði síðan siðanefnd út frá þessu „að málinu væri sjálfhætt“. Hafði siðanefnd enga vitneskju um þetta samráð Ásgeirs og rektors fyrr hún fékk bréf Ásgeirs. Tjáði þar rektor Ásgeiri þessa skoðun sína u.þ.b. tveimur mánuðum eftir að siðanefnd ákvað að taka málið fyrir, og tók þannig fram fyrir hendur sjálfstætt starfandi nefndar. Er afsögn siðanefndar til vitnis um fagmennsku hennar, og er sú staðreynd að nefndin láti ekki skilaboð að ofan stjórna sér, hið eina sanna fagnaðarefni þessa máls, þó vissulega sé illa fyrir Háskólanum komið fyrir vikið. Ég hafði sent hlutaðilum bréf um að það gætu verið tengsl í siðanefnd við Ásgeir, en sé ég nú, að ekki var ástæða til að efast um hlutlægni Skúla Skúlasonar formanns, hann líkt og aðrir nefndarmeðlimir hafa sýnt sig í þessu máli vera fyllilega traustsins verða. Andmæli Ásgeir Jónsson hefur síðan birt andmæli gegn minni kvörtun á Vísi, þann 15. febrúar síðastliðinn. Kemur þar fram að hann hafi einnig „sent greinargerð sína til Siðanefndar Háskóla Íslands“. Er þetta í besta falli leikaraskapur til þess gerður að sýnast vilja málefnalega umfjöllun. Ekki aðeins hafði siðanefnd sagt af sér viku áður, eins og kom fram í áðurnefndu bréfi til okkar málsaðila, heldur hefur Ásgeir sjálfur gripið fram fyrir hendur siðanefndar með því að fullyrða að nefndin sé ekki yfir hann sett, með því að blanda Helga Þorlákssyni inn í málið, og með því að hafa beint samband við rektor Háskóla Íslands og beita viðbrögðum hans gegn siðanefnd. Hef ég því gert það eina sem ég get gert í þessu máli, og skrifað ítarlega grein þar sem ég hrek bæði málflutning Helga Þorlákssonar frá 6. janúar og Ásgeirs Jónssonar frá 15. febrúar, um leið og ég skoða grundvallar-siðareglur er varða ritstuld og óvönduð vinnubrögð í víðara samhengi. Þar sýni ég svart á hvítu hvernig Ásgeir hefur tekið sértækar túlkanir og tilgátur úr bók minni og gert að sínum, og er þar alls ekki um almennar hugmyndir um rostungsveiðar að ræða, eins og ranglega hefur verið hermt á samfélagsmiðlum, í fréttamiðlum og í andmælum Helga og Ásgeirs. Þá er ekki flókið að sýna fram á að Ásgeir Jónsson hefur stundað óæskileg vinnubrögð í bók sinni. Hvorki í miðaldaheimildum né meðal seinni tíma fræðimanna birtist Geirmundur heljarskinn í forsvari fyrir rostungsveiðimenningu. Það var kenning sem birtist fyrst í bók minni um svarta víkinginn, rökstudd á tæpum 300 blaðsíðum, byggð á viðamikilli þverfaglegri rannsókn til áratuga. Þessa kenningu eignar Ásgeir Jónsson sér án þess að geta mín í einu orði. Hið sama gildir um fleiri persónur eins og tengdason Geirmundar, Ketil gufu. Eru aðferðir Ásgeirs í andmælunum 15. febrúar fordæmalausar, þegar hann tekur upp á því að skálda inn í miðaldaheimildir til að sverja af sér sína sekt. Má ekki skilja það öðruvísi en sem örvæntingarfulla tilraun til að þyrla upp ryki í von um að enginn nenni að skoða slíka „textafræði“ ofan í kjölinn. Mun því og öðrum málflutningi hans svarað lið fyrir lið af fræðilegri nákvæmni, og greinin birt í fagtímariti á vormánuðum. Við hvað eru menn hræddir? Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn. Ef sú er raunin getur hver sem er seilst í smiðju annarra og gert ævistarf þeirra að sínu. Er það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags, en þangað virðumst við því miður vera að fljóta ef slík vinnubrögð verða óátalin. Þannig má undrast þá háttvirtu prófessora og fræðimenn sem hafa tekið afstöðu með Ásgeiri í ræðu og riti sem og á samfélagsmiðlum án þess að gera sér grein fyrir því að þær grundvallarsiðareglur vísindasamfélagsins sem ég tel Ásgeir hafa brotið, eru forsenda þess að þeir sjálfir geti stundað sína vinnu og skilið eitthvað eftir sig. Fyrir þessum flokki fer Helgi Þorláksson og mistekst hrapallega að vera málefnalegur, en aðrir hafa láta nægja að gjamma á Facebook og fréttamiðlum. Ekki er hægt að túlka viðbrögð Ásgeirs Jónssonar sem hefur beint samband við forseta Háskólaráðs, eða viðbrögð rektors Jóns Atla Benediktssonar sem annað en hræðslu við að hið rétta komi fram. Þeir óttast það mest að málið fái málefnalega umfjöllun og því eru settir steinar í götu siðanefndar. Ef Ásgeir er saklaus eins og hann segist vera, hefði hann átt að taka því fagnandi að siðanefnd fjallaði um málið. Þegar maður gengur inn í háskólasamfélagið er sú kenning höfð í frammi að maður sé kominn á stað þar sem fólk leitar sannleikans óháð hagsmunum og pólitík. Rektor Háskóla Íslands er vitanlega sá sem ætti að leitast við að persónugera þessa fögru hugsjón með sínu starfi, en ekki vinna gegn henni eins og hann hefur gert í þessu máli. Rektor hefur fullyrt eitthvað sem ekkert háskólasamfélag hins siðmenntaða heims kannast við, nefnilega að starfsfólk í leyfi frá háskólum hafi engar skyldur við háskólasamfélagið. Undanbrögð Ásgeirs og rektors Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu, og skrifar: „Sæmilega upplýstur lestur á siðareglum skólans ásamt þeirri lögfræðiráðgjöf sem lá fyrir leiddi einfaldlega til þeirrar niðurstöðu að málið ætti erindi við nefndina“ (https://www.visir.is/g/20222230591d, kafli IV), og segir ennfremur: „Þess skal þó getið að verklagsreglur um launalaus leyfi starfsmanna háskólans koma alls ekki inn á þessa hlið mála“ (sama heimild, kafli II). Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins. Leiðinlegur slagur Illa er nú komið fyrir þeim á Íslandi sem verða fyrir því að aðrir eigni sér tilgátur þeirra og rannsóknarstarf. Ekki mun Siðanefnd Háskóla Íslands blanda sér í slíkt meðan hún liggur niðri, og efast má af ofangreindum ástæðum um hæfi núverandi rektors til að tilnefna nýjan formann siðanefndar, hvers hlutlægni megi treysta. Í öðru lagi sendi ég mál mitt til Nefndar um vandaða starfshætti í vísindum sem skipuð var af forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, árið 2019. Sú nefnd er enn á vergangi milli ráðuneyta og hefur verið óstarfhæf síðan hún var skipuð. En ef svo vildi til að skikk kæmist á umræddar nefndir, þá yrði að óbreyttu sú lausn í boði að starfsfólk Háskóla Íslands geti skráð sig í launalaust leyfi á meðan það hyggst gera eitthvað vafasamt. Í stuttu máli hef ég í engin hús að venda með mitt mál, sem ég tel varða ritstuld úr einni fræðibók í aðra. Það eina sem ég get er að birta tímaritsgrein með fræðilega vandaðri umfjöllun og leggja þarmeð málið í dóm fræðasamfélags og almennings. Ég hef litið svo á að með því að láta í mér heyra, hafi ég reynt að leggja mitt lóð á vogarskálar heilbrigðara vísindasamfélags. Er það leiðinlegur slagur og alger andstæða þeirrar forvitni og lærdómsgleði sem bjó Leitina að svarta víkingnum til, og sem ég vonaðist eftir að hrifi lesendur hennar. Annaðhvort gilda prinsipp og siðareglur um alla menn eða engan mann. Höfundur er Dr. art.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun