„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 22:14 Fríða Ísberg fékk Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta í dag, fyrir bókina Merkingu. Vísir/Egill „Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“ Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Svona hófst þakkarræða rithöfundarins Fríðu Ísberg þegar hún tók á móti Fjöruverðlaununum í flokki fagurbókmennta. Verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í Höfða í dag. Fríða tók við sínum verðlaunum og flutti þakkarræðuna. „Mig langar að gefast upp sagði ég,“ heldur Fríða áfram í ræðunni. „Það er bannað að segja þetta sagði ljósmóðirin. Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA. Allt var rólegt og friðsamlegt í IKEA. Svo vaknaði ég á fæðingastofunni. Ekki meira glaðloft fyrir þig sagði ljósmóðirin sem hét Jóhanna. Hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti þann 24. febrúar fæddist litla konan.“ „Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu á sængurlegudeildinni örmagna, ósofin en átökin voru afstaðin. Litla konan var lifandi við hliðina á okkur. Annars staðar andaði þessi innrás ofan í hálsmál nýbakaðra mæðra,“ sagði Fríða. „Þær voru líka uppgefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin og á stærð við strigaskó en átökin og óvissan og óöryggið bara rétt að byrja. Stríð og fæðing: Þessi gríðarstóru hreyfiöfl. Líf og dauði, uppbygging og eyðilegging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega.“ „Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til að enda stríð.“ Horfa má á þakkarræðu Fríðu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bókmenntir Menning Reykjavík Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. 7. mars 2022 16:45