Í stað Sornpao mun hin 24 ára gamla Samantha Murphy, eða Samantha Leshnak eins og hún hét áður en hún gifti sig, verja mark Keflavíkur í Bestu deildinni í sumar.
Murphy kemur til Keflavíkur frá North Carolina Courage í bandarísku úrvalsdeildinni en þar hefur hún verið varamarkvörður síðustu þrjú tímabil, en spilaði þó tvo deildarleiki árið 2019 þegar liðið varð bandarískur meistari.
Keflavík hélt sér uppi í efstu deild með góðum endaspretti í fyrra og hafnaði í þriðja neðsta sæti. Liðið byrjar leiktíðina í Bestu deildinni á útileik gegn KR 27. apríl.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.