Ultraflex þvinga þig til að slappa af Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 9. mars 2022 09:01 Kari Jahnsen og Katrín Helga Andrésdóttir skipa sveitina Ultraflex. Julius Rueckert „Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd. „Skelltu þér í G-streng og háa hæla, smurðu þig inn með bodíljósjoni,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. „Drekktu í þig glitrandi bjöllur og silkimjúka hljóðgervla í bland við geðlæknislega rödd segja þér í boðhætti að slaka á.“ Handhægar leiðbeiningar um meðferð lagsins. Sveitin býður jafnframt hlustendum upp á að fá sinn daglega sæluhrollsskammt úr ASMR innblásnu myndbandinu, sem unnið er í samstarfi við naglalistakonuna Lisu Mård, skartgripahönnuðinn Margréti Unni Guðmundsdóttur, förðunarfræðinginn Jönu Kalgajeva og kvikmyndatökukonuna Ingrid Loftsgården. Ultraflex gaf út sýna fyrstu plötu árið 2020, Visions of Ultraflex, sem hlaut Kraumsverðlaunin og töluvert lof gagnrýnenda. Á henni var hljóðheimi sem hefði einhvern tímann þótt annars flokks gert hátt undir höfði og nostrað við hann. Tónlistarmyndböndin voru eimuð með eróbiki og Eydísaráratugnum og juku enn á hughrifin. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Full of Lust af plötunni. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Skelltu þér í G-streng og háa hæla, smurðu þig inn með bodíljósjoni,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. „Drekktu í þig glitrandi bjöllur og silkimjúka hljóðgervla í bland við geðlæknislega rödd segja þér í boðhætti að slaka á.“ Handhægar leiðbeiningar um meðferð lagsins. Sveitin býður jafnframt hlustendum upp á að fá sinn daglega sæluhrollsskammt úr ASMR innblásnu myndbandinu, sem unnið er í samstarfi við naglalistakonuna Lisu Mård, skartgripahönnuðinn Margréti Unni Guðmundsdóttur, förðunarfræðinginn Jönu Kalgajeva og kvikmyndatökukonuna Ingrid Loftsgården. Ultraflex gaf út sýna fyrstu plötu árið 2020, Visions of Ultraflex, sem hlaut Kraumsverðlaunin og töluvert lof gagnrýnenda. Á henni var hljóðheimi sem hefði einhvern tímann þótt annars flokks gert hátt undir höfði og nostrað við hann. Tónlistarmyndböndin voru eimuð með eróbiki og Eydísaráratugnum og juku enn á hughrifin. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Full of Lust af plötunni.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira