Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 9. mars 2022 23:00 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira