Hann skoraði þrettán mörk í leiknum og fiskaði þess utan fimm víti. Hann skoraði úr þeim öllum en öll níu víti Arnórs fóru í netið.
„Ég veit ekki hvaðan ég sæki sjálfstraustið. Ég pældi ekkert í því. Ég bara spila leikinn. Það er smá stress fyrst en svo gleymir maður því.“
Vítin hjá Arnóri Snæ voru lyginni líkust. Hvert öðru öruggara.
„Ég veit ekki hvað er málið með vítin. Ég ætlaði að eigna með hlutverk vítaskyttunnar og það hefur gengið vel. Ég ætla að reyna að spila minn leik í úrslitunum og bjóða upp á það sama,“ sagði Arnór Snær hógvær.