Lífið

„Það má allt í þessum þætti“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Gísli Marteinn er á meðal gesta í nýrri þáttaröð af Á rúntinum.
Gísli Marteinn er á meðal gesta í nýrri þáttaröð af Á rúntinum. Skjáskot

Tónlistar- og þáttagerðarmaðurinn Bjarni Freyr Pétursson fer í næstu viku af stað með aðra þáttaröð af Á rúntinum. Að þessu sinni verða gestirnir úr ýmsum áttum en þeir eiga það sameiginlegt að tengjast listum og menningu.

Á meðal gesta í þessari þáttaröð eru tónlistarkonan Glowie, tónlistarmaðurinn og áhrifavaldurinn Bassi Maraj og fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn.

Í þáttunum fáum við að kynnast viðmælendunum, lífi þeirra og skoðunum. Andleg heilsa, þunglyndi, kvíði, ADHD og andleg málefni eru á meðal þess viðmælendurnir ræða á rúntinum með Bjarna Frey. Sýnishorn úr þáttunum má sjá hér fyrir neðan. 

Sem fyrr eru þættirnir brotnir upp með fjölbreyttum uppákomum eins og húðflúrum, eldgleypum og listsköpun.

Fyrsti þátturinn fer í loftið miðvikudaginn 16. mars hér á Lífinu á Vísi. Þá er líka hægt að finna efni tengt þáttunum á Instagram reikningum hans Bjarna og þáttanna sem eru @yambi_music og @Radar_Tv_ en tveir þættir koma út í mánuði. 

Eldri þætti af Á rúntinum má finna HÉR á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.