Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 18:18 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði ef Willum Þór fær vilja sínum framgengt. Vísir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira