Barnaleg trú á samstarfsvilja VG hafi orðið Samfylkingunni að falli Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:14 Logi Einarsson ávarpaði flokksstjórn Samfylkingarinnar í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar í Hljómahöll í Keflavík í morgun. Hann hóf ávarpið á því að líta í baksýnisspegilinn, en hann telur flokkinn geta dregið dýrmætan lærdóm af alþingiskosningunum síðasta haust. „Það er erfitt að benda á einhvern einn þátt sem olli því að okkur tókst ekki ætlunarverkið - að leiða saman annars konar ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Á endanum eru það ótal þættir í aðdraganda kosninga sem að raðast saman í eina mynd og úrslitin eiga sér bæði ytri og innri skýringar,“ segir hann. Hann segir heimsfaraldur Covid-19 hafa veitt stjórnarflokkunum þremur fjarvistarsönnun í erfiðum pólitískum málum hálft síðasta kjörtímabil. Ríkisstjórnin endurnýjaði umboð sitt í kosningunum á kostnað þeirrar stjórnar sem Logi vildi leiða saman. Þá telur hann að Samfylkingin hafi ofmetið vilja þjóðarinnar til breytinga við þær aðstæður sem voru uppi þegar kosið var til Alþingis síðast. „Þeir flokkar sem mynda hina frjálslyndi miðju mældust t.d. allir mun betur vikurnar fyrir kosningar en kom upp úr kössunum á kjördag,“ segir Logi. Hann vandaði Vinstri grænum ekki kveðjurnar í ræðu sinni. „Ákvörðun Vinstri-grænna í kosningabaráttunni að velja núverandi stjórnarmynstur sem fyrsta valkost, veikti tilboð okkar um annars konar ríkisstjórn - enda byggði sú hugmynd á því að forysta VG gæti hugsað sér að velja sér heppilegri samstarfsfélaga.Barnaleg tiltrú okkar á að Vinstri-græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri – reyndust því ein okkar stærstu mistök,“ segir Logi. Varar við bergmálshelli á samfélagsmiðlum Logi leit einnig fram á veg og nefndi sérstaklega að Samfylkingin þyrfti að ræða stóru myndina í stjórnmálum. Hann veltir því fyrir sér hvort flokkurinn uni þeim mikla fjölbreytileika sem er í samfélaginu, hvort afdráttarlausar útfærslur hans í hinum ýmsu málum fái jafnaðarfólk til að finnast það ekki eiga samleið með flokknum. „Við dveljum líka örugglega of mikið inni í þeim bergmálshellum sem samfélagsmiðlar eru. Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á FaceBook, Twitter, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir viðhorf sem okkur þykja þægileg og speglum okkur í fólki sem er sammála okkur. Fáum einfaldlega skakka mynd af veruleika stórs hluta landsmanna,“ segir Logi.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira