Það var snemma ljóst í hvað stefndi þar sem Keflavík var ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 11-22. Munurinn hélt áfram að aukast eftir því sem leið á leikinn en staðan í leikhléi 22-45 fyrir Keflavík.
Fór að lokum svo að Keflavík vann afar öruggan sigur, 46-85.
Eins og stundum áður var Daniela Wallen Morillo atkvæðamest í sóknarleik Keflavíkur með 29 stig auk þess að rífa niður nítján fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Anna Ingunn Svansdóttir átti einnig góðan leik í liði Keflavíkur og skoraði átján stig.
Edyta Ewa Falenzcyk var stigahæst í liði Grindavíkur með fjórtán stig.