Metárangur hjá úkraínska íþróttafólkinu á ÓL á meðan ráðist er inn í land þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 09:00 Úkraína vann meðal annars þrefalt í einni grein skíðaskotfiminnar á Ólympíumóti fatlaðra og hér sjást þær Iryna Bui (gull, í miðju), Oleksandra Kononova (silfur, til vinstri) og Liudmyla Liashenko (brons) sýna verðlaun sína á pallinum. AP/Thomas Loveloc Úkraína hefur aldrei unnið fleiri verðlaun á einum Ólympíuleikum en á Vetrarmóti fatlaðra sem lauk um helgina. Aðeins heimafólk frá Kína vann fleiri verðlaun á leikunum í ár. Það er mjög erfitt að vera Úkraínumaður í dag á meðan Rússar ráðast inn í landið með skelfilegum afleiðingum. The Paralympics have officially come to a close.Ukrainian athletes landed a total of 29 medals coming in second place in the overall count.https://t.co/vWbQyUduf8— NPR (@NPR) March 13, 2022 Á þessum hryllilegu tímum fyrir úkraínsku þjóðina þá hefur íþróttafólk landsins sýnt hetjulega framkomu þar á meðal á Ólympíumóti fatlaðra. Úkraína vann alls 29 verðlaun á Vetrarólympíumóti fatlaðra þar af ellefu gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og átta bronsverðlaun. UKRAINE S RECORD WINTER PARALYMPIC SHOWING The Winter Paralympics sporting events in Beijing have concluded!For the first time in their history, Ukraine finishes in the overall medals table : 18 20 23 : 11 10 8 : 8 6 11 pic.twitter.com/y05096kKS4— Zorya Londonsk (@ZoryaLondonsk) March 13, 2022 Kínverjar voru reyndar í algjörum sérflokki á heimavelli með 61 verðlaunapening og átján gullverðlaun en Úkraína gerði betur en Kanada og Frakkland sem komu næst á eftir. Fyrir fjórum árum þá vann Úkraína 22 verðlaun þar af sjö gullverðlaun. Þá var þjóðin í sjötta sæti á verðlaunalistanum. Andrew Parsons, forseti Ólympíunefndar fatlaðra, IPC, þakkaði úkraínska íþróttafólkinu sérstaklega fyrir hetjulega framgöngu sína í ræðu sinni á lokahátíð leikanna. #Ukraine has finished Winter Paralympics in @Beijing2022 with historical records! @OlympicUAOur athletes placed second as a team, and the host country, China, placed first. Ukraine has obtained 29 medals, and the Ukrainian flag was up on the pedestal 29 times! pic.twitter.com/HQROiAcE3u— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) March 13, 2022 Ein af úkraínsku keppendunum fékk þó ekki tækifæri til að vinna verðlaun því hún treysti sér ekki til að keppa eftir að fréttir bárust af því að Rússar höfðu tekið fóður hennar höndum. Annar keppandi Úkraínu frétti það að hús hans í Kharkiv hafði verið sprengt í tætlur af rússneska hernum. Skíðaíþróttir Úkraína Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Það er mjög erfitt að vera Úkraínumaður í dag á meðan Rússar ráðast inn í landið með skelfilegum afleiðingum. The Paralympics have officially come to a close.Ukrainian athletes landed a total of 29 medals coming in second place in the overall count.https://t.co/vWbQyUduf8— NPR (@NPR) March 13, 2022 Á þessum hryllilegu tímum fyrir úkraínsku þjóðina þá hefur íþróttafólk landsins sýnt hetjulega framkomu þar á meðal á Ólympíumóti fatlaðra. Úkraína vann alls 29 verðlaun á Vetrarólympíumóti fatlaðra þar af ellefu gullverðlaun, tíu silfurverðlaun og átta bronsverðlaun. UKRAINE S RECORD WINTER PARALYMPIC SHOWING The Winter Paralympics sporting events in Beijing have concluded!For the first time in their history, Ukraine finishes in the overall medals table : 18 20 23 : 11 10 8 : 8 6 11 pic.twitter.com/y05096kKS4— Zorya Londonsk (@ZoryaLondonsk) March 13, 2022 Kínverjar voru reyndar í algjörum sérflokki á heimavelli með 61 verðlaunapening og átján gullverðlaun en Úkraína gerði betur en Kanada og Frakkland sem komu næst á eftir. Fyrir fjórum árum þá vann Úkraína 22 verðlaun þar af sjö gullverðlaun. Þá var þjóðin í sjötta sæti á verðlaunalistanum. Andrew Parsons, forseti Ólympíunefndar fatlaðra, IPC, þakkaði úkraínska íþróttafólkinu sérstaklega fyrir hetjulega framgöngu sína í ræðu sinni á lokahátíð leikanna. #Ukraine has finished Winter Paralympics in @Beijing2022 with historical records! @OlympicUAOur athletes placed second as a team, and the host country, China, placed first. Ukraine has obtained 29 medals, and the Ukrainian flag was up on the pedestal 29 times! pic.twitter.com/HQROiAcE3u— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) March 13, 2022 Ein af úkraínsku keppendunum fékk þó ekki tækifæri til að vinna verðlaun því hún treysti sér ekki til að keppa eftir að fréttir bárust af því að Rússar höfðu tekið fóður hennar höndum. Annar keppandi Úkraínu frétti það að hús hans í Kharkiv hafði verið sprengt í tætlur af rússneska hernum.
Skíðaíþróttir Úkraína Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira