„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 12:00 Fanndís Friðriksdóttir með uppskeru ársins 2021. Hún eignaðist dótturina Elísu í febrúar og varð síðan Íslandsmeistari um haustið eftir að hafa skorað og búið til mörg mikilvæg mörk á lokakafla mótsins. Instagram/@fanndis90 Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin) Besta deild kvenna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin)
Besta deild kvenna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira