Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 08:14 Árásarmannsins er leitað en hann klæddist svörtu frá toppi til táar. Lögregla í NYC Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Tvær árásirnar áttu sér stað með um níutíu mínútna millibili neðarlega á Manhattan snemma á lagardaginn og sú þriðja í gærkvöldi, að því er segir í frétt NBC. Myndband náðist af báðum árásum laugardagsins í eftirlitsmyndavélum. Í þeirri fyrri má sjá heimilislausan mann þar sem hann liggur sofandi nærri horni King Street og Varick og mann sem kemur að honum og skýtur í framhandlegginn. WANTED for SHOOTING: Today, between 4:36 am & 6:00 am, in the confines of the @NYPD1pct and @NYPD5pct, the suspect approached two homeless individuals on the street and shot both of them, killing one individual. NYPD executives will provide an update live at 9:30 PM pic.twitter.com/JwoaWnKrzd— NYPD NEWS (@NYPDnews) March 13, 2022 Henry Sautner, aðstoðarlögreglustjóri í New York, segir að sá sem varð fyrir skotinu og er 38 ára, hafi þá vaknað og hrópað „Hvað ertu að gera?“ og þá hafi árásarmaðurinn hlaupið á brott. Seinni árás laugardagsins átti sér svo stað á Lafayette Street, en þar fannst maður látinn með skotsár í höfði og hálsi. Þriðja árásin var svo gerð um klukkan sjö í gærkvöldi, á horni Greenwich Street og Mary Street þar sem heimilislaus maður var einnig skotinn til bana, að því er segir í frétt NBC. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir myndbandsupptökurnar vera „hrollvekjandi“ og virðist sem að árásarmaðurinn hafi ætlað að drepa mennina af þeirri ástæðu að þeir væru heimilislausir. Lögregla rannsakar nú hvort að árásirnar í New York tengist árásum í höfuðborginni Washington DC fyrr í mánuðum þar sem einnig var ráðist á heimilislausa. Í þeim árásum lést eitt fórnarlambanna. MPD seeks a suspect in Shooting Offenses that occurred in the Fifth District between March 3-9, 2022. Have info? Call (202) 727-9099/text 50411Release: https://t.co/sWaf6YJK5z pic.twitter.com/oxFDjJYSXQ— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 13, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira