Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2022 00:03 Mynd frá vettvangi. Ferðamaðurinn fannst skömmu fyrir miðnætti, um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Landsbjörg Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“ Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Björgunarsveitir leituðu ferðamanns á Mælifellssandi við Fjallabak síðdegis í dag og í kvöld. Tilkynning barst úr neyðarsendi laust eftir klukkan 17 og á þriðja hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út til aðstoðar. Davíð Már Bjarnarson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að blessunarlega hafi ferðamaðurinn fundist fljótt. Nokkra stund tókst að finna nákvæma staðsetningu mannsins en það tókst þó fyrr en síðar. „Hann fannst þarna á þessum slóðum, heill á húfi en orðinn nokkuð kaldur. Núna er bara verið að vinna í því að koma honum og búnaðinum hans til byggða. Mögulega verður það hjá þyrlunni en það kemur bara í ljós,“ segir Davíð Már. Hann bætir við að kvöldið sé ekki alveg búið hjá björgunarsveitarmönnum en rúmlega tvö hundruð björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni. Koma þurfi og mönnum og búnaði af hálendinu. „Við erum alltaf ánægðir þegar svona aðgerðir enda vel og alla vega lán í óláni að maðurinn hafi verið með neyðarsendi. Það hjálpaði til,“ segir Davíð Már upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Landsbjörg Uppfært 15. mars klukkan 7:45: Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um útkallið segir að á hálendinu sé mikill snjór og víða krapi og því hafi aðstæður verið erfiðar. „Kallaðar voru út sveitir frá Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi með snjóbíla, breytta jeppa, vélsleða og leitarhunda. Í neyðarboðunum barst staðsetning sem var ekki endilega nákvæm og því var leitarsvæðið í upphafi nokkuð stórt. Sótt var að svæðinu úr nokkrum áttum og voru fyrstu hópar komnir á vettvang um klukkan átta og leit hófst. Mjög fljótt fjölgaði leitarmönnum og voru hátt í tvö hundruð menn komnir á vettvang þegar maðurinn fannst klukkan 23:40 um 4,5 kílómetra frá upphaflegri staðsetningu. Hann var heill á húfi en kaldur og blautur, björgunarsveitarmenn komu honum í hlý og þurr föt og fluttu hann á vélsleða til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn til aðhlynningar í Reykjavík. Voru allir björgunarmenn komnir til síns heima klukkan fimm í nótt.“
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. 14. mars 2022 22:08
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. 14. mars 2022 18:45