Telja sig hafa handtekið morðingjann í New York og Washington Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2022 12:30 Umfangsmikil leit að morðingjanum hófst nýverið eftir að lögregluþjónar sáu að sami maður hafði skotið heimilislausa í bæði New York og Washington DC. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í Washington DC hefur handtekið mann sem grunaður er um hafa myrt minnst tvo heimilislausa menn og sært þrjá til viðbótar í New York og Washington DC. Verið er að yfirheyra hann í Washington. Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14