Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Tækniskólann og ME Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasambands Íslands fara fram þessa dagana. Meta Productions Tækniskólinn varð seinasti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleikana með sigri gegn ME síðastliðinn fimmtudag. Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti
Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti