Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 13:31 Una Torfadóttir semur um mannlegar tilfinningar sem við þekkjum öll. Aðsend Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37