Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 16:26 Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum og hafa bláu og grænu tunnurnar til að mynda ekki verið tæmdar vikum saman. Vísir/Vilhelm Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki. Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki.
Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56