Enski boltinn

Segja ekkert til í að Man. Utd. ætli að stofna krikket-lið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glazer-bræðurnir, Joel og Avram eru í litlum metum hjá stuðningsmönnum Manchester United.
Glazer-bræðurnir, Joel og Avram eru í litlum metum hjá stuðningsmönnum Manchester United. epa/JUSTIN LANE

Manchester United segir ekkert til í fréttum þess efnis að Avram Glazer ætli að setja á stofn krikket lið undir nafni United.

Sheikh Mansoor bin Mohammed, formaður íþróttanefndarinnar í Dúbaí, birti mynd frá fundi sínum og Glazers á Twitter. Þar sagði hann að þeir Glazer hefðu rætt möguleikann á samstarfi um að gera Dúbaí að alþjóðlegri miðstöð íþrótta og að Manchester United gæti átt krikket lið í deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem verður hleypt af stokkunum í byrjun næsta árs.

Fundurinn mæltist ekki vel fyrir hjá stuðningsmönnum United, sérstaklega þar sem liðið var nýdottið út úr Meistaradeild Evrópu. 

Glazerarnir er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum United og þeim fannst þeir greinilega hafa mikilvægari hnöppum að hneppa en að setja á stofn krikket-lið.

United hefur núna greint frá því að það sé ekki á dagskránni að stofna krikket-lið. Hugmyndin hafi verið viðruð en félagið ætli ekki að veita henni brautargengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×