2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2022 13:54 Einn af tíu deilibílum Hopp sem nú eru komnir í umferð. Vísir/EInar Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. Hopp hefur hingað til einbeitt sér að rafskútum, sem hægt er að leigja í gegnum smáforrit. Skúturnar eru í boði um allt land - og meira að segja á Spáni og í Færeyjum að auki. Nýir deilibílar Hopps og Hölds - bílaleigu Akureyrar munu virka á sama máta og skúturnar; bílarnir, sem allir eru rafbílar, koma upp í appinu, notendur finna þá - skanna QR-kóða, sannreyna ökuskírteini sitt, samþykkja skilmála - og aka svo af stað. Sæunn Ósk Unnsteinssdóttir framkvæmdastjóri Hopps Reykjavík telur að bílarnir muni nýtast mörgum. „Og líka bara þá sem vilja og eru kannski að kalla eftir bíl númer tvö, sem maður heyrir mjög mikið um. Fyrir utan náttúrulega bíllausan lífsstíl og að kjósa og velja að eiga ekki bíl en þá er gríðarlega mikilvægt að hafa aðgengi að bíl, hann er hvar sem er í borgarlandinu. Þú þarft bara að finna hann inni í appinu og getur notað hann að vild,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þó að þjónustusvæðið miðist til að byrja með aðeins við Reykjavík er samt hægt að aka bílunum út fyrir borgarmörkin, setja ferðina á pásu og hoppa til dæmis inn í verslun, en svo þarf að aka bílunum aftur inn í Reykjavík til að leggja þeim. Sæunn segir þann eiginleika, þ.e. að hægt sé að leggja bílunum hvar sem er, jafnvel í gjaldskyld stæði, gera þjónustu Hopps frábrugðna til dæmis deilibílaleigunni Zipcar, sem komið var á fót 2018. Þá óttast hún ekki skort á eftirspurn. „Við höfum alveg rosalega mikla trú og við sjáum að tíminn er núna. Hver hefði trúað því fyrir tveimur árum að rafskúturnar yrðu svona gríðarlega vinsælar em samgöngumáti?“ segir Sæunn. Startgjald Hoppdeilibílanna í þessum fyrsta fasa er 300 krónur og mínútugjaldið 45 krónur. Að setja bílinn á pásu kostar 10 krónur á mínútuna. Þannig myndi til að mynda 15 mínútna ökuferð fram og til baka frá Borgartúni í IKEA, miðað við að fjörutíu mínútum sé varið inni í búðinni með bílinn á pásu, kosta 2.050 krónur. Samgöngur Reykjavík Rafhlaupahjól Neytendur Bílaleigur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hopp hefur hingað til einbeitt sér að rafskútum, sem hægt er að leigja í gegnum smáforrit. Skúturnar eru í boði um allt land - og meira að segja á Spáni og í Færeyjum að auki. Nýir deilibílar Hopps og Hölds - bílaleigu Akureyrar munu virka á sama máta og skúturnar; bílarnir, sem allir eru rafbílar, koma upp í appinu, notendur finna þá - skanna QR-kóða, sannreyna ökuskírteini sitt, samþykkja skilmála - og aka svo af stað. Sæunn Ósk Unnsteinssdóttir framkvæmdastjóri Hopps Reykjavík telur að bílarnir muni nýtast mörgum. „Og líka bara þá sem vilja og eru kannski að kalla eftir bíl númer tvö, sem maður heyrir mjög mikið um. Fyrir utan náttúrulega bíllausan lífsstíl og að kjósa og velja að eiga ekki bíl en þá er gríðarlega mikilvægt að hafa aðgengi að bíl, hann er hvar sem er í borgarlandinu. Þú þarft bara að finna hann inni í appinu og getur notað hann að vild,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þó að þjónustusvæðið miðist til að byrja með aðeins við Reykjavík er samt hægt að aka bílunum út fyrir borgarmörkin, setja ferðina á pásu og hoppa til dæmis inn í verslun, en svo þarf að aka bílunum aftur inn í Reykjavík til að leggja þeim. Sæunn segir þann eiginleika, þ.e. að hægt sé að leggja bílunum hvar sem er, jafnvel í gjaldskyld stæði, gera þjónustu Hopps frábrugðna til dæmis deilibílaleigunni Zipcar, sem komið var á fót 2018. Þá óttast hún ekki skort á eftirspurn. „Við höfum alveg rosalega mikla trú og við sjáum að tíminn er núna. Hver hefði trúað því fyrir tveimur árum að rafskúturnar yrðu svona gríðarlega vinsælar em samgöngumáti?“ segir Sæunn. Startgjald Hoppdeilibílanna í þessum fyrsta fasa er 300 krónur og mínútugjaldið 45 krónur. Að setja bílinn á pásu kostar 10 krónur á mínútuna. Þannig myndi til að mynda 15 mínútna ökuferð fram og til baka frá Borgartúni í IKEA, miðað við að fjörutíu mínútum sé varið inni í búðinni með bílinn á pásu, kosta 2.050 krónur.
Samgöngur Reykjavík Rafhlaupahjól Neytendur Bílaleigur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira