Þeir börðust á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en Gunnar vann allar loturnar og yfirburðasigur, 30-26.
Gunnar náði þeim japanska niður í öllum lotunum og leitaði að uppgjafartakinu án árangurs. Engu að síður frábær yfirburðarsigur hjá okkar manni.
Sato pressaði ágætlega en náði aldrei að skaða okkar mann sem var í öðrum klassa í þessum bardaga. Gunnar stimplar sig aftur inn hjá UFC-bardagasambandinu eftir að hafa ekki barist í tvö og hálft ár.
Þetta er fyrsti sigur Gunnars síðan í desember árið 2018 er hann vann Brasilíumanninn Alex Oliveira. Gunnar er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við UFC og verður áhugavert að sjá hvaða bardaga hann fær næst.