Enski boltinn

Middlesbrough mun gefa allan ágóðan af bikarleiknum til Úkraínu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Middlesbrough gefur ágóðan af bikarleik sínum gegn Chelsea til Úkraínu.
Middlesbrough gefur ágóðan af bikarleik sínum gegn Chelsea til Úkraínu. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images

Allur söluágóði af heimaleik enska B-deildarfélagsins Middlesbrough gegn Chelsea í átta liða úrslitum FA-bikarsins verður gefinn til mannúðaraðstoðar í Úkraínu.

Frá þessu var greint á opinberri heimasíðu Middlesbrough, en Andy McDonald, þingmaður félagsins, mun ganga úr skugga um að pen­ing­ur­inn ber­ist á rétt­an stað og hafi sem mest áhrif.

„Fyr­ir hönd íbúa Midd­les­brough og Teessi­de mun knatt­spyrnu­fé­lag Midd­les­brough gefa all­an ágóða af sín­um hluta miðasöl­unn­ar á leik liðsins gegn Chel­sea í sjöttu um­ferð FA-bik­ars­ins til mannúðaraðstoðar í Úkraínu,“ segir meðal annars í tilkynningu Middlesbrough.

„Þingmaður fé­lags­ins, Andy McDon­ald, mun aðstoða við að tryggja áreiðan­leika söfn­un­ar­inn­ar til að ganga úr skugga um að pen­ing­ur­inn ber­ist á rétt­an stað og hafi sem mest áhrif.“

Middlesbroughhefur farið erfiðu leiðina að átta liða úrslitum FA-bikarsins, en liðið hefur slegið úrvalsdeildarfélögin Manchester United og Tottenham úr leik. Ekki verður verkefnið auðveldara þegar liðið tekur á móti Evrópumeisturum Chelsea á morgun, en leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×