Ída Marín Hermannsdóttir skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik, en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik.
Valskonur enda því á toppi riðilsins með 15 stig af 15 mögulegum. Ekki nóg með það, heldur fékk Valsliðið ekki eitt einasta mark á sig í þessum fimm leikjum. Liðið endaði með markatöluna 23-0.