Körfubolti

Telma Lind: Verðum að halda þessu áfram og gera betur á næsta tímabili

Árni Jóhannsson skrifar
Telma Lind Ásgeirsdóttir í leik kvöldsins.
Telma Lind Ásgeirsdóttir í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn

Breiðablik voru ekki langt í frá að vinna bikarmeistaratitilinn í fyrstu tilraun þegar þær töpuðu fyrir Haukum 88-81 í Smáranum í kvöld. Telma Lind Ásgeirsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var viss um að þetta myndi nýtast liðinu í framtíðinni.

Telma var spurð að því hvað hafi skilið á milli liðanna, þá sérstaklega í fjórða leikhluta, þegar Breiðablika laut í gras fyrir Haukum í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ.

„Við vorum bara ekki nógu góðar í vörninni. Við leyfðum þeim að taka allt of mikið af sóknarfráköstum. Spiluðum ekki nægjanlega góða vörn og þar af leiðandi náðum við ekki takti í sókninni.“

Telma Lind fer framhjá Jönu Falsdóttur.Vísir/Bára Dröfn

Blikum gekk mjög vel framan af að opna vörn Hauka og skora en sá Telma eitthvað sem þær hefðu getað haldið áfram með í þá áttina til að klára leikinn?

„Þetta var fyrst og fremst varnarleikurinn sem klikkaði. Hann var ekki nógu góður og því spiluðum við ekki nógu góða sókn. Misstum þetta í einstaklingsframtök og spiluðum ekki nógu vel saman.“

Að lokum var Telma spurð hvort frammistaðan og staðreyndin að Blikar hafi komist í bikarúrslit gæfu ekki góð fyrirheit fyrir framtíð liðsins.

„Jú, við verðum bara að halda þessu áfram og gera betur á næsta tímabili. Við komumst þá ofar í töfluna í deildinni.“


Tengdar fréttir

Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum

Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×