Körfubolti

Martin hafði naum­lega betur gegn Tryggva

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin gaf sex stoðsendingar í kvöld.
Martin gaf sex stoðsendingar í kvöld. Twitter/@valenciabasket

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í ACB-deildinni í körfubolta í dag er Valencia vann nauman tveggja stiga sigur á Basket Zaragoza, lokatölur 81-79.

Valencia byrjaði leikinn betur og gekk lítið upp sóknarlega hjá Zaragoza í fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta lifnaði sóknarleikur gestanna við en heimamenn leiddu þó með fjórum stigum í hálfleik, staðan þá 38-34.

Þriðji leikhluti var æsispennandi og mikið skorað en á endanum fór það svo að Valencia hafð naumlega betur, lokatölur 81-79.

Martin Hermannsson var stoðsendingahæstur í liði Valencia með sex slíkar ásamt því að skora þrjú stig. Tryggvi Snær skoraði tíu stig fyrir gestina og reif niður átta fráköst.

Valencia er í 5. sæti með 30 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum minna en Joventut Badalona og Manresa sem eru í sætunum þar fyrir ofan eftir að hafa leikið leik meira. Zaragoza er hins vegar í bullandi fallbaráttu en liðið er sem stendur í 16. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×