Innlent

Val­gerður tekur ekki sæti á lista

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Valgerður Sigurðardóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Valgerður Sigurðardóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðsend

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu.

Valgerði var stillt upp í þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar 2018. Hún segir síðustu fjögur ár hafa verið lærdómsrík og hún kynnst dásamlegu fólki á þeim tíma.

„Ég stíg stolt frá þessum vettvangi eftir 4 ár reynslunni ríkari. Nú taka við ný verkefni. Ég óska öllum þeim sem skipa lista XD velfarnaðar í því stóra verkefni sem framundan er, að sigra borgina. Takk fyrir mig,“ skrifar Valgerður.


Tengdar fréttir

Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni

Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×