Vaktin: Segjast hafa sannanir fyrir stríðsglæpum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. mars 2022 06:33 John Kirby, talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, gagnrýndi framgöngu Rússa á blaðamannafundi í dag. Að sögn hans eru bandarísk yfirvöld nú að aðstoða við að safna sönnunargögnum um stríðsglæpi þeirra og stendur rannsókn yfir. AP Photo/Manuel Balce Ceneta „Það er ekki til umræðu að gefast upp, að leggja niður vopn. Við höfum þegar greint Rússum frá þessu. Í stað þess að eyða tíma í átta blaðsíðna bréfasendingar, opnið bara leið úr borginni.“ Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað. Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku. Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Þetta sagði varaforsætisráðherra Úkraínu, Iryna Vereshchuk, við kröfu Rússa um að Úkraínumenn gæfu Maríupól upp á bátinn, gegn því að fá að komast örugglega frá borginni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden Bandaríkjaforseti mun heimsækja Pólland á föstudag, í kjölfar fundar í Brussel með leiðtogum Nató, G7-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna. Biden mun ræða við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu í dag, í síma eða um fjarfundabúnað. Sendiherra Kína í Bandaríkjunum neitaði því í viðtali við CBS að Kínverjar hefðu séð Rússum fyrir vopnum og skotfærum og að stjórnvöld í Pekíng hygðust gera allt sem þau gætu til að draga úr átökunum í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir Rússa sækja að Odessa frá Krímskaga en hafa lítið orðið ágengt á síðustu viku. Ammóníuleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí er sagður hafa mengað útfrá sér á 2,5 kílómetra svæði. Lekinn hófst eftir árásir Rússa á Sumykhimiprom-efnaverksmiðjuna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira