Lífið

„Það eru tuttugu ár á milli okkar en við höfum náð frábærlega saman“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Róbert Aron Magnússon tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina og náði ekki inn á lista að þessu sinni.
Róbert Aron Magnússon tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina og náði ekki inn á lista að þessu sinni. vísir/vilhelm

Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár.

Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann er í sambandi með Hólmfríði Rebekku og er um tuttugu ára aldursmunur á parinu.

„Við erum búin að vera saman í fimm ár. Það eru tuttugu ár á milli okkar en við höfum náð frábærlega saman. Hún hefur verið mín stoð og stytta sérstaklega eftir árin úti í London,“ segir Robbi og heldur áfram.

„Við erum mjög hamingjusöm og eigum tvo hunda saman,“ segir Róbert sem á einn dreng úr fyrra sambandið og er hann orðinn unglingur í dag. Hundarnir heita Gulli og Skúli. Róbert ræðir samband sitt við Hólmfríði þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. 

Í þættinum hér að ofan ræðir Robbi einnig um upphaf Kronik, árin í London og veitingarbransann hér á landi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.