Fótbolti

Við­ræður Juventus og Dyba­las runnu út í sandinn og hann fer í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paulo Dybala hefur unnið níu stóra titla með Juventus.
Paulo Dybala hefur unnið níu stóra titla með Juventus. getty/Giuseppe Maffia

Argentínski framherjinn Paulo Dybala fer frá Juventus í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samkvæmt fótboltavéfréttinni Fabrizio Romano samþykkti Dybala tilboð Juventus í október. Félagið breytti hins vegar tilboðinu og Dybala hafnaði því.

Dybala yfirgefur því Juventus eftir tímabilið. Félagið keypti hann frá Palermo 2015. Dybala hefur leikið 283 leiki fyrir Juventus og skorað 113 mörk.

Á tíma sínum hjá Juventus hefur Dybala fimm sinnum orðið ítalskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari auk þess sem hann var í liði Juventus sem komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2017.

Hinn 28 ára Dybala hefur leikið 32 leiki fyrir argentínska landsliðið og skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×