Erlent

Búa sig undir mikið óveður

Atli Ísleifsson skrifar
Óveðrið hefur þegar valdið talsverðum usla í Texas, þar sem vitað er um að fjórir hið minnsta hafi slasast. Á myndinni má sjá skemmdir á húsum í bænum Hutto.
Óveðrið hefur þegar valdið talsverðum usla í Texas, þar sem vitað er um að fjórir hið minnsta hafi slasast. Á myndinni má sjá skemmdir á húsum í bænum Hutto. EPA

Íbúar í Louisiana, Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum hafa verið varaðir við miklu óveðri sem er að skella á ríkin eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Texas. Óttast er að sterkir skýstrokkar myndist víða.

Sérstakar áhyggjur eru í Louisiana þar sem um átta þúsund fjölskyldur búa í hjólhýsum sem ríkið lagði þeim til eftir síðasta fellibyl sem gekk yfir þar. Slíkt húsnæði veitir lítið skjól í slíku veðri og því er fólkið hvatt til að koma sér í betra var.

Í frétt AP segir að mjög sterkir vindar kunni meðal annars að myndast í borgunum Baton Rouge og Jackson í Mississippi.

Sérfræðingar telja að svo kunni að fara að flóð muni valda mestri eyðileggingunni þar sem von sé á samfelldri úrkomu í nokkra daga á ákveðnum svæðum.

Óveðrið hefur þegar valdið talsverðum usla í Texas, þar sem vitað er um að fjórir hið minnsta hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×