Hefur miklar áhyggjur af systur sinni og kallar eftir breytingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 16:34 Björgvin Páll segir systur sína ekki hafa haft útgönguleið eins og hann sem gat fókusað á íþróttir. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að sex sinnum hafi þurft að pumpa lífi í systur sína í síðustu viku vegna ofneyslu. Nú liggi hún á geðdeild og bíði þess að lenda á götunni eftir tvo til þrjá daga. Systirin hafi fengið sömu slöku spil á hendi og hann sem barn en ólíkt honum ekki átt neina útgönguleið. Björgvin Páll greinir frá aðstæðum systur sinnar í færslu á Facebook þar sem hann spyr hvort litla systir hans eigi engan séns? Þar deilir hann líka skilaboðum sem hann sendi henni áður en hún fór inn á Vog á dögunum. Hann leggur áherslu á að fólk eigi ekki að dæma móður hans sem hafi heldur ekki verið gefin góð spil. Þurfi að fara út eftir tvo til þrjá daga Björgvin Páll segir að kerfið og skólinn hafi brugðist systur hans. Eftir að endurtekið var pumpað í hana líf í síðustu viku sökum ofneyslu hafi hún, í framhaldi af skilaboðum Björgvins Páls til hennar, farið í meðferð á Vogi. Þar hafi losnað pláss fyrr en hún hafi átt von á. „Þaðan labbaði hún út í miklu ójafnvægi fyrir rúmri viku. Gekk bókstaflega um götur bæjarins í þrjá daga, þaðan inn á bráðamóttöku vegna ofkælingar og er stödd núna á geðdeild í von um að fá „fyrstu hjálp“ og geta þaðan fengið viðunandi framhaldshjálp,“ segir Björgvin Páll. Hún hafi hins vegar hringt í hann upp úr hádegi í dag að loknu spjalli við geðlækni. Það hafi verið mat læknisins, eftir að hafa skoðað hennar sögu, að hún yrði að vera farinn út eftir tvo til þrjá daga. Allt sé fullt á helstu meðferðarstofnunum. Ákall á hjálp Hann segir systur sína reiða. Þrátt fyrir að vera lyfjuð tjái hún honum að hún viti að þetta verði hennar síðasta, hendi kerfið henni á götuna eftir tvo til þrjá daga. „Þetta er ákall á hjálp. Þetta er ákall um breytingar. Nú skilur fólk kannski betur hvaðan ég kem þegar ég tala um jöfn tækifæri og að grípa börnin okkar. Til að hleypa ykkur nær þá set ég hérna inn síðustu skilaboð sem ég sendi systur minni, áður en hún labbaði inn á Vog,“ segir Björgvin. Skilaboðin má sjá að neðan. Ég get ekki sofið… get ekki sofið vegna þess að ég veit að systir mín er komin á hræðilegan stað, stað þar sem það er einungis tímaspursmál hvenær èg fæ símhringinguna um að systir mín sé dáin úr ofneyslu eða sjálfsvígi. Timapunktur sem ég hef beðið eftir síðan ég hélt utan um hana 7 ára gamla eftir að hafa horft uppá sjúkraflutningamenn bera mömmu okkar út í sjúkrabíl eftir eina af hennar mörgu sjálfsvígstilraunum. Ég lofaði þér á þessum tímapunkti að passa þig og að ég skildi aldrei fara frá þér. Loforð sem ég stóð ekki við. Loforð sem ég gat ekki staðið við því ég var bara barn sjálfur. Barn eins og þú sem fékk ekki bestu spilin í hendurnar, barn sem kerfið brást og barn sem fékk aldrei þá hlýju og umhyggju sem börn eins og við þurfum á að halda. Ég náði að spila þokkalega úr mínum spilum, en bara vegna heppni. Èg var heppinn að ná að þróa með mér áfallastreituþroska, þar sem áföllin byrjaðu að dynja á mér örlítið seinna en þér, og eins vegna þess að ég var heppinn að finna útgönguleiðina í gegnum íþróttir og finna síðan finna mína vegferð í gegnum konuna mína, ungur að aldri. Útgönguleið og vegferð sem þú varst aldrei svo heppin að finna. Mig dreymir alltaf um að það muni einhver koma og bjarga þér. Fyrst að englarnir þínir tveir gátu ekki bjargað þér þá get ég það ekki, ég hef reynt, en maður getur víst bara hjálpað þeim sem vilja láta hjálpa sér. Ég dæmi þig ekki fyrir neitt sem þú hefur gert, öll vandræðin og öll neyslan. Undirheimarnir og fíkniefnin eru flóttinn frá sársaukanum. Staðir þar sem að enginn dæmir þig og allir eru jafnir, allir fá að tilheyra. Þú ert ástæðan fyrir því að ég berst fyrir því á hverjum degi að verða betri pabbi í dag en ég var í gær. Ég vil ekki bregðast mínum börnum eins og okkur var brugðist. Okkar saga er ástæðan fyrir því að ég er að berjast í því að vera góð fyrirmynd og hjálpa öllum að líða betur. Gefa þeim sem fá ekki bestu spilin á hendurnar von um að þetta verði allt í lagi. Ég ætlaði bara að skrifa þetta í símann til þess að ná að sofna en langar að senda þér þetta í von um að þú sért enn á stað þar sem þú getur meðtekið skilaboðin. Stað þar sem þú nærð að vekja upp tilfinningar. Stað þar sem þú finnur það innst í hjartanu hvað ég elska þig fokking mikið! ❤️ Hef verið á erfiðum stað síðustu daga án þess að vita nákvæmlega af hverju. Á sama tíma hef ég fengið fleiri símtöl frá þér en nokkru sinni fyrr. Ég trúi því að við séum tengd á einhvern skringilegan „yfirnáttúrulegan“ hátt. Á svipaðan hátt og hún Emma mín er tengd pabba sínum. Það að hún vakni um miðja nótt (kósveitt, glaðvöknuð og hress) og kalli á mig niðrí stofu, þar sem èg græt með lágværum ekka, er held ég ekki tilviljun. Ég trúi því að þetta sé síðasti möguleikinn minn til þess að vekja þig af þessum skelfilega draumi sem þú ert búin að vera föst í síðan þú komst svo falleg og saklaus inn í þennan heim. Ég er hér ef þú þarfnast mín. Björgvin áréttar við færslu sína, sem er í mikilli dreifingu á Facebook og hefur fengið mikil viðbrögð, að allir séu einhvern veginn út af einhverju. Það gildi líka um móður þeirra systkina. Fólk eigi að hafa það í huga áður en það dæmi móður þeirra út frá frásögn Björgvins. „Mamma mín hefur alltaf gert sitt besta, en það besta var hreinlega ekki nóg þar sem að hún fékk heldur ekki bestu spilin á hendurnar og ef að kerfið hefur brugðist einhverjum þá er það henni. Saga mömmu er ótæmandi áfallasaga sem fáir geta ímyndað sér hvernig lítur út,“ segir Björgvin Páll. Hann vísar til kafla í bókinni Án filters sem Sölvi Tryggvason skrifaði um Björgvin Pál árið 2019. Setti sjálfa sig í annað sætið „Það tók mig því miður æði langan tíma að fyrirgefa henni sjálfsvígstilraunirnar og með hverri tilraun fjarlægðumst við hvort annað frekar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég náði að skilja hennar sögu betur. Mamma mín hefur, fyrir utan að eiga við þunglyndi, kvíða, félagsfælni og alkóhólisma að stríða, gengið í gegnum það að missa einn unnusta í vinnuslysi og annan úr krabbameini og lífið hefur á köflum reynst henni afar erfitt.“ Að auki hafi móðir Björgvin verið í fjárhagsvændræðum frá því hann kom í heiminn. Reynt að vinna sig út úr þeim með því að leggja allt of mikið sig, keyrt sig oft í kaf, sett sig í annað sæti og á sama tíma verið að reyna að ná utan um lífið og fjölskylduna sína. „Ég kenni mömmu ekki um neitt. Ég er bara þakklátur fyrir að mamma sé á lífi og sé ennþá til staðar fyrir barnabörnin sín. Ég trúi því líka að með því að tala um þessi mál öll svona opinskátt sé ég að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu og eins að hjálpa mömmu með að díla við fortíðina. Ég er löngu búinn að fyrirgefa henni fyrir sín mistök. Án mömmu og án hennar sögu væri ég bara einhver handboltakall sem væri löngu hættur að reyna að berjast fyrir því að bæta þetta kerfi sem við lifum öll í.“ Fíkn Handbolti Tengdar fréttir Kári Stefáns sá þjóðþekkti sem hringdi í Björgvin Pál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina. 2. mars 2022 12:14 Björgvin Páll hættir við framboð sitt Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig. 1. mars 2022 14:50 Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína. 7. febrúar 2022 13:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Björgvin Páll greinir frá aðstæðum systur sinnar í færslu á Facebook þar sem hann spyr hvort litla systir hans eigi engan séns? Þar deilir hann líka skilaboðum sem hann sendi henni áður en hún fór inn á Vog á dögunum. Hann leggur áherslu á að fólk eigi ekki að dæma móður hans sem hafi heldur ekki verið gefin góð spil. Þurfi að fara út eftir tvo til þrjá daga Björgvin Páll segir að kerfið og skólinn hafi brugðist systur hans. Eftir að endurtekið var pumpað í hana líf í síðustu viku sökum ofneyslu hafi hún, í framhaldi af skilaboðum Björgvins Páls til hennar, farið í meðferð á Vogi. Þar hafi losnað pláss fyrr en hún hafi átt von á. „Þaðan labbaði hún út í miklu ójafnvægi fyrir rúmri viku. Gekk bókstaflega um götur bæjarins í þrjá daga, þaðan inn á bráðamóttöku vegna ofkælingar og er stödd núna á geðdeild í von um að fá „fyrstu hjálp“ og geta þaðan fengið viðunandi framhaldshjálp,“ segir Björgvin Páll. Hún hafi hins vegar hringt í hann upp úr hádegi í dag að loknu spjalli við geðlækni. Það hafi verið mat læknisins, eftir að hafa skoðað hennar sögu, að hún yrði að vera farinn út eftir tvo til þrjá daga. Allt sé fullt á helstu meðferðarstofnunum. Ákall á hjálp Hann segir systur sína reiða. Þrátt fyrir að vera lyfjuð tjái hún honum að hún viti að þetta verði hennar síðasta, hendi kerfið henni á götuna eftir tvo til þrjá daga. „Þetta er ákall á hjálp. Þetta er ákall um breytingar. Nú skilur fólk kannski betur hvaðan ég kem þegar ég tala um jöfn tækifæri og að grípa börnin okkar. Til að hleypa ykkur nær þá set ég hérna inn síðustu skilaboð sem ég sendi systur minni, áður en hún labbaði inn á Vog,“ segir Björgvin. Skilaboðin má sjá að neðan. Ég get ekki sofið… get ekki sofið vegna þess að ég veit að systir mín er komin á hræðilegan stað, stað þar sem það er einungis tímaspursmál hvenær èg fæ símhringinguna um að systir mín sé dáin úr ofneyslu eða sjálfsvígi. Timapunktur sem ég hef beðið eftir síðan ég hélt utan um hana 7 ára gamla eftir að hafa horft uppá sjúkraflutningamenn bera mömmu okkar út í sjúkrabíl eftir eina af hennar mörgu sjálfsvígstilraunum. Ég lofaði þér á þessum tímapunkti að passa þig og að ég skildi aldrei fara frá þér. Loforð sem ég stóð ekki við. Loforð sem ég gat ekki staðið við því ég var bara barn sjálfur. Barn eins og þú sem fékk ekki bestu spilin í hendurnar, barn sem kerfið brást og barn sem fékk aldrei þá hlýju og umhyggju sem börn eins og við þurfum á að halda. Ég náði að spila þokkalega úr mínum spilum, en bara vegna heppni. Èg var heppinn að ná að þróa með mér áfallastreituþroska, þar sem áföllin byrjaðu að dynja á mér örlítið seinna en þér, og eins vegna þess að ég var heppinn að finna útgönguleiðina í gegnum íþróttir og finna síðan finna mína vegferð í gegnum konuna mína, ungur að aldri. Útgönguleið og vegferð sem þú varst aldrei svo heppin að finna. Mig dreymir alltaf um að það muni einhver koma og bjarga þér. Fyrst að englarnir þínir tveir gátu ekki bjargað þér þá get ég það ekki, ég hef reynt, en maður getur víst bara hjálpað þeim sem vilja láta hjálpa sér. Ég dæmi þig ekki fyrir neitt sem þú hefur gert, öll vandræðin og öll neyslan. Undirheimarnir og fíkniefnin eru flóttinn frá sársaukanum. Staðir þar sem að enginn dæmir þig og allir eru jafnir, allir fá að tilheyra. Þú ert ástæðan fyrir því að ég berst fyrir því á hverjum degi að verða betri pabbi í dag en ég var í gær. Ég vil ekki bregðast mínum börnum eins og okkur var brugðist. Okkar saga er ástæðan fyrir því að ég er að berjast í því að vera góð fyrirmynd og hjálpa öllum að líða betur. Gefa þeim sem fá ekki bestu spilin á hendurnar von um að þetta verði allt í lagi. Ég ætlaði bara að skrifa þetta í símann til þess að ná að sofna en langar að senda þér þetta í von um að þú sért enn á stað þar sem þú getur meðtekið skilaboðin. Stað þar sem þú nærð að vekja upp tilfinningar. Stað þar sem þú finnur það innst í hjartanu hvað ég elska þig fokking mikið! ❤️ Hef verið á erfiðum stað síðustu daga án þess að vita nákvæmlega af hverju. Á sama tíma hef ég fengið fleiri símtöl frá þér en nokkru sinni fyrr. Ég trúi því að við séum tengd á einhvern skringilegan „yfirnáttúrulegan“ hátt. Á svipaðan hátt og hún Emma mín er tengd pabba sínum. Það að hún vakni um miðja nótt (kósveitt, glaðvöknuð og hress) og kalli á mig niðrí stofu, þar sem èg græt með lágværum ekka, er held ég ekki tilviljun. Ég trúi því að þetta sé síðasti möguleikinn minn til þess að vekja þig af þessum skelfilega draumi sem þú ert búin að vera föst í síðan þú komst svo falleg og saklaus inn í þennan heim. Ég er hér ef þú þarfnast mín. Björgvin áréttar við færslu sína, sem er í mikilli dreifingu á Facebook og hefur fengið mikil viðbrögð, að allir séu einhvern veginn út af einhverju. Það gildi líka um móður þeirra systkina. Fólk eigi að hafa það í huga áður en það dæmi móður þeirra út frá frásögn Björgvins. „Mamma mín hefur alltaf gert sitt besta, en það besta var hreinlega ekki nóg þar sem að hún fékk heldur ekki bestu spilin á hendurnar og ef að kerfið hefur brugðist einhverjum þá er það henni. Saga mömmu er ótæmandi áfallasaga sem fáir geta ímyndað sér hvernig lítur út,“ segir Björgvin Páll. Hann vísar til kafla í bókinni Án filters sem Sölvi Tryggvason skrifaði um Björgvin Pál árið 2019. Setti sjálfa sig í annað sætið „Það tók mig því miður æði langan tíma að fyrirgefa henni sjálfsvígstilraunirnar og með hverri tilraun fjarlægðumst við hvort annað frekar. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég náði að skilja hennar sögu betur. Mamma mín hefur, fyrir utan að eiga við þunglyndi, kvíða, félagsfælni og alkóhólisma að stríða, gengið í gegnum það að missa einn unnusta í vinnuslysi og annan úr krabbameini og lífið hefur á köflum reynst henni afar erfitt.“ Að auki hafi móðir Björgvin verið í fjárhagsvændræðum frá því hann kom í heiminn. Reynt að vinna sig út úr þeim með því að leggja allt of mikið sig, keyrt sig oft í kaf, sett sig í annað sæti og á sama tíma verið að reyna að ná utan um lífið og fjölskylduna sína. „Ég kenni mömmu ekki um neitt. Ég er bara þakklátur fyrir að mamma sé á lífi og sé ennþá til staðar fyrir barnabörnin sín. Ég trúi því líka að með því að tala um þessi mál öll svona opinskátt sé ég að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu og eins að hjálpa mömmu með að díla við fortíðina. Ég er löngu búinn að fyrirgefa henni fyrir sín mistök. Án mömmu og án hennar sögu væri ég bara einhver handboltakall sem væri löngu hættur að reyna að berjast fyrir því að bæta þetta kerfi sem við lifum öll í.“
Ég get ekki sofið… get ekki sofið vegna þess að ég veit að systir mín er komin á hræðilegan stað, stað þar sem það er einungis tímaspursmál hvenær èg fæ símhringinguna um að systir mín sé dáin úr ofneyslu eða sjálfsvígi. Timapunktur sem ég hef beðið eftir síðan ég hélt utan um hana 7 ára gamla eftir að hafa horft uppá sjúkraflutningamenn bera mömmu okkar út í sjúkrabíl eftir eina af hennar mörgu sjálfsvígstilraunum. Ég lofaði þér á þessum tímapunkti að passa þig og að ég skildi aldrei fara frá þér. Loforð sem ég stóð ekki við. Loforð sem ég gat ekki staðið við því ég var bara barn sjálfur. Barn eins og þú sem fékk ekki bestu spilin í hendurnar, barn sem kerfið brást og barn sem fékk aldrei þá hlýju og umhyggju sem börn eins og við þurfum á að halda. Ég náði að spila þokkalega úr mínum spilum, en bara vegna heppni. Èg var heppinn að ná að þróa með mér áfallastreituþroska, þar sem áföllin byrjaðu að dynja á mér örlítið seinna en þér, og eins vegna þess að ég var heppinn að finna útgönguleiðina í gegnum íþróttir og finna síðan finna mína vegferð í gegnum konuna mína, ungur að aldri. Útgönguleið og vegferð sem þú varst aldrei svo heppin að finna. Mig dreymir alltaf um að það muni einhver koma og bjarga þér. Fyrst að englarnir þínir tveir gátu ekki bjargað þér þá get ég það ekki, ég hef reynt, en maður getur víst bara hjálpað þeim sem vilja láta hjálpa sér. Ég dæmi þig ekki fyrir neitt sem þú hefur gert, öll vandræðin og öll neyslan. Undirheimarnir og fíkniefnin eru flóttinn frá sársaukanum. Staðir þar sem að enginn dæmir þig og allir eru jafnir, allir fá að tilheyra. Þú ert ástæðan fyrir því að ég berst fyrir því á hverjum degi að verða betri pabbi í dag en ég var í gær. Ég vil ekki bregðast mínum börnum eins og okkur var brugðist. Okkar saga er ástæðan fyrir því að ég er að berjast í því að vera góð fyrirmynd og hjálpa öllum að líða betur. Gefa þeim sem fá ekki bestu spilin á hendurnar von um að þetta verði allt í lagi. Ég ætlaði bara að skrifa þetta í símann til þess að ná að sofna en langar að senda þér þetta í von um að þú sért enn á stað þar sem þú getur meðtekið skilaboðin. Stað þar sem þú nærð að vekja upp tilfinningar. Stað þar sem þú finnur það innst í hjartanu hvað ég elska þig fokking mikið! ❤️ Hef verið á erfiðum stað síðustu daga án þess að vita nákvæmlega af hverju. Á sama tíma hef ég fengið fleiri símtöl frá þér en nokkru sinni fyrr. Ég trúi því að við séum tengd á einhvern skringilegan „yfirnáttúrulegan“ hátt. Á svipaðan hátt og hún Emma mín er tengd pabba sínum. Það að hún vakni um miðja nótt (kósveitt, glaðvöknuð og hress) og kalli á mig niðrí stofu, þar sem èg græt með lágværum ekka, er held ég ekki tilviljun. Ég trúi því að þetta sé síðasti möguleikinn minn til þess að vekja þig af þessum skelfilega draumi sem þú ert búin að vera föst í síðan þú komst svo falleg og saklaus inn í þennan heim. Ég er hér ef þú þarfnast mín.
Fíkn Handbolti Tengdar fréttir Kári Stefáns sá þjóðþekkti sem hringdi í Björgvin Pál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina. 2. mars 2022 12:14 Björgvin Páll hættir við framboð sitt Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig. 1. mars 2022 14:50 Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína. 7. febrúar 2022 13:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Kári Stefáns sá þjóðþekkti sem hringdi í Björgvin Pál Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina. 2. mars 2022 12:14
Björgvin Páll hættir við framboð sitt Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig. 1. mars 2022 14:50
Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína. 7. febrúar 2022 13:41