Juventus vann 2-1 sigur á Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Lyon var með pálmann í höndunum en Ellie Carpenter fékk rautt spjald í liði Lyon og heimakonur nýttu liðsmuninn til hins ítrasta. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á bekk Lyon í kvöld.
Gestirnir frá Frakklandi byrjuðu betur í Tórínó í kvöld en Lyon komst yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Bandaríski miðjumaðurinn Catarina Macario með markið eftir sendingu Selmu Bacha.
MACARIO GIVES @OLfeminin THE LEAD
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
https://t.co/vuIBt12Xmk
https://t.co/ZKMU1eRKpZ
https://t.co/EgCpFUtvFW pic.twitter.com/Ess7xqjFd5
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en gestirnir voru hársbreidd frá því að bæta við marki. Frábær varnarleikur kom í veg fyrir það og átti það eftir að reynast heldur betur mikilvægt.
OFF THE LINE, what a clearance
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
https://t.co/vuIBt12Xmk
https://t.co/ZKMU1eRKpZ
https://t.co/EgCpFUtvFW pic.twitter.com/7iCBlUimB3
Gestirnir voru þó í toppmálum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, staðan 1-0 þeim í vil og Lyon með öll völdin á vellinum. Það virtist slíkt hið sama vera upp á teningnum í síðari hálfleik, það er þangað til þegar rúmur klukkutími var liðinn.
Ellie Carpenter, miðvörður Lyon, leyfði boltanum að skoppa upp í loft og ætlaði svo að rekja hann í átt að eigin marki.
RED CARD
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
Ellie Carpenter is shown a straight red, HUGE MOMENT IN THIS GAME
https://t.co/vuIBt12Xmk
https://t.co/ZKMU1eRKpZ
https://t.co/EgCpFUtvFW pic.twitter.com/azCkk2V9s0
Í kjölfarið stakk framherji Juventus sér inn fyrir Carpenter sem endaði með því að rífa leikmann heimaliðsins niður og þó hún væri rúmlega 40-45 metra frá marki þá fékk hún beint rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni sem var sloppin ein í gegn.
Í kjölfarið tók Juventus öll völdin á vellinum. Cristiana Girelli jafnaði metin eftir klaufagang í vörn gestanna og Agnese Bonfantini skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 83. mínútu leiksins.
. @JuventusFCWomen ARE LEVEL @cristianagire bundles home to set up a dramatic finish
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
https://t.co/vuIBt12Xmk
https://t.co/ZKMU1eRKpZ
https://t.co/EgCpFUtvFW pic.twitter.com/oyh1Bfa32P
JUVENTUS ARE AHEAD
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 23, 2022
Super-sub Agnese Bonfantini turns the game on its head for @JuventusFCWomen
https://t.co/vuIBt12Xmk
https://t.co/ZKMU1eRKpZ
https://t.co/EgCpFUtvFW pic.twitter.com/LOUTqB4fK3
Þrátt fyrir gríðarlegan uppbótartíma tókst hvorugu liðinu að bæta við marki og Juventus leiðir því 2-1 fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Frakklandi eftir átta daga.
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk spilaði 45 mínútur fyrir Lyon um liðna helgi en sat að þessu sinni allan tímann á varamannabekk liðsins. Hún er hægt og bítandi að komast í sitt gamla form eftir barnsburð.