Körfubolti

Sara Rún einni stoð­sendingu frá þre­faldri tvennu í stór­sigri Phoenix

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Rún í landsleik gegn Rúmeníu en hún spilar í rúmensku deildinni í dag.
Sara Rún í landsleik gegn Rúmeníu en hún spilar í rúmensku deildinni í dag. Alex Nicodim/Getty Images

Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik er Phoenix Constanta vann stórsigur á útivelli gegn Targu Secuiesc, lokatölur 40-78. Sara Rún lék 35 mínútur í leiknum og átti sannkallaðan stórleik.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók Phoenix öll völdin á vellinum í öðrum leikhluta og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 44-21. Síðari hálfleikurinn var álíka einstefna og fór það svo að Phoenix vann 38 stiga sigur, staðan 78-40 Söru Rún og stöllum hennar í vil er leiknum lauk.

Tveir leikmenn Phoenix enduðu stigahæstar með 19 stig, önnur þeirra var Sara Rún. Ásamt því tók hún 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hún var því aðeins einu stigi frá þrefaldri tvennu.

Phoenix er í 6. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×