Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. mars 2022 19:00 Bæði Anthony Blinken utanríkisráðherra og Joe Biden Bandaríkjaforseti höfðu lýst því fyrr í vikunni að það væri þeirra persónulega skoðun að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Getty/Kent Nishimura Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. Að sögn Blinkens var ákveðið að saka Rússa formlega um stríðsglæpi eftir að stjórnvöld höfðu farið yfir öll þau gögn sem standa til boða en að þeirra mati eru skýr sönnunargögn um glæpi Rússa. „Frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hóf sitt tilefnislausa og óréttláta stríð hefur hann leyst úr læðingi linnulaust ofbeldi sem hefur valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu,“ segir Blinken í yfirlýsingu um málið. Breaking: The US government has formally declared that members of the Russian armed forces have committed war crimes in Ukraine, Secretary of State Antony Blinken said in a statement Wednesday. pic.twitter.com/WvJpGxYvHD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) March 23, 2022 Áður höfðu Joe Biden Bandaríkjaforseti, Wendy Sherman aðstoðarutanríkisráðherra, og Blinken sjálfur gefið það út að það væri þeirra persónulega skoðun að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi. „Í síðustu viku tók ég undir yfirlýsingu Bidens forseta, út frá þeim fjölda frásagna og mynda af eyðileggingunni og þjáningunni sem við höfum öll séð, að hersveitir Pútíns hafi gerst sekir um stríðsglæpi í Úkraínu. Ég benti á að það að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur,“ segir Blinken. Hann bendir á að rússneskar hersveitir hafi skotið á íbúðarhúsnæði, skóla, sjúkrahús, bifreiðar í eigu óbreyttra borgara, verslunarmiðstöðvar og sjúkrabíla með þeim afleiðingum að þúsundir manna hafa látist eða særst. Hann vísaði þar til að mynda til árásarinnar á fæðingardeild sjúkrahúss í Mariupol og árás á leikhús í borginni, þrátt fyrir að fyrir utan hafi verið skrifað með skýrum stöfum „börn“ á rússnesku. Hann líkti árásum Rússa við árásir á Grozny í Tékklandi og Aleppo í Sýrlandi þar sem óbreyttir borgarar urðu fyrir árásum. „Með hverjum degi sem að hersveitir Rússa halda áfram með hrottalegar árásir sínar heldur fjöldi saklausra borgara sem látast og særast, þar á meðal konur og börn, áfram að hækka,“ segir Blinken. Hann segir árásirnar hafa hneykslað heiminn og vísaði til ummæla Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta um að hersveitir hafi „baðað Úkraínumenn blóði og tárum.“ Blinken sagði þó það í höndum dómsyfirvalda að dæma í málinu en að Bandaríkin munu áfram, ásamt öðrum bandamönnum, fylgjast með gangi mála og upplýsa um hvers kyns glæpi sem Rússar lunna að gerast sekir um. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22. mars 2022 20:00 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Að sögn Blinkens var ákveðið að saka Rússa formlega um stríðsglæpi eftir að stjórnvöld höfðu farið yfir öll þau gögn sem standa til boða en að þeirra mati eru skýr sönnunargögn um glæpi Rússa. „Frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hóf sitt tilefnislausa og óréttláta stríð hefur hann leyst úr læðingi linnulaust ofbeldi sem hefur valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu,“ segir Blinken í yfirlýsingu um málið. Breaking: The US government has formally declared that members of the Russian armed forces have committed war crimes in Ukraine, Secretary of State Antony Blinken said in a statement Wednesday. pic.twitter.com/WvJpGxYvHD— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) March 23, 2022 Áður höfðu Joe Biden Bandaríkjaforseti, Wendy Sherman aðstoðarutanríkisráðherra, og Blinken sjálfur gefið það út að það væri þeirra persónulega skoðun að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi. „Í síðustu viku tók ég undir yfirlýsingu Bidens forseta, út frá þeim fjölda frásagna og mynda af eyðileggingunni og þjáningunni sem við höfum öll séð, að hersveitir Pútíns hafi gerst sekir um stríðsglæpi í Úkraínu. Ég benti á að það að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur,“ segir Blinken. Hann bendir á að rússneskar hersveitir hafi skotið á íbúðarhúsnæði, skóla, sjúkrahús, bifreiðar í eigu óbreyttra borgara, verslunarmiðstöðvar og sjúkrabíla með þeim afleiðingum að þúsundir manna hafa látist eða særst. Hann vísaði þar til að mynda til árásarinnar á fæðingardeild sjúkrahúss í Mariupol og árás á leikhús í borginni, þrátt fyrir að fyrir utan hafi verið skrifað með skýrum stöfum „börn“ á rússnesku. Hann líkti árásum Rússa við árásir á Grozny í Tékklandi og Aleppo í Sýrlandi þar sem óbreyttir borgarar urðu fyrir árásum. „Með hverjum degi sem að hersveitir Rússa halda áfram með hrottalegar árásir sínar heldur fjöldi saklausra borgara sem látast og særast, þar á meðal konur og börn, áfram að hækka,“ segir Blinken. Hann segir árásirnar hafa hneykslað heiminn og vísaði til ummæla Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta um að hersveitir hafi „baðað Úkraínumenn blóði og tárum.“ Blinken sagði þó það í höndum dómsyfirvalda að dæma í málinu en að Bandaríkin munu áfram, ásamt öðrum bandamönnum, fylgjast með gangi mála og upplýsa um hvers kyns glæpi sem Rússar lunna að gerast sekir um.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22. mars 2022 20:00 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22. mars 2022 20:00
Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06