Selenskí ávarpar heimsbyggðina og boðar mótmæli: „Heimurinn verður að stöðva Rússland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. mars 2022 22:55 Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp sitt á ensku í kvöld og kallaði eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að fólk um allan heim safnist saman á morgun, fimmtudaginn 24. mars, til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Hann segir aðgerðir Rússa aðeins byrjunina á stríðinu gegn frelsi í Evrópu. Undanfarnar vikur hefur Selenskí ávarpað þjóð sína daglega með myndböndum á netinu til að uppfæra þau um stöðu mála en í kvöld var ávarp hans í fyrsta sinn á ensku og því ætlað að ná til heimsbyggðarinnar. „Stríð Rússlands er ekki aðeins stríð gegn Úkraínu,“ sagði Selenskí í ávarpinu en hann sagði að um væri að ræða stríð gegn frelsi í Evrópu og að það væri aðeins að byrja. „Heimurinn verður að stöðva Rússland. Heimurinn verður að stöðva þetta stríð.“ Á morgun verða fjórar vikur liðnar frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í átökunum, auk þess sem um 3,5 milljónir manna hafa þurft að flýja landið. Vestræn ríki hafa beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en að sögn Selenskí heldur stríðið áfram. „Ég þakka öllum sem styðja við Úkraínu, við frelsið, en stríðið heldur áfram. Illvirkin gegn friðsamlegu fólki halda áfram,“ sagði Selenskí. „Því bið ég ykkur um að standa upp gegn þessu stríði. Frá og með 24. mars, nákvæmlega einum mánuði frá því að innrás Rússa hófst. Sýnið samstöðu. Komið frá skrifstofum ykkar, heimilum, skólum og háskólum. Komið í nafni friðar.“ Selenskí biðlar til fólks að koma hvaðan sem það er statt, safnast saman á fjölförnum stöðum, og bera merki til stuðnings Úkraínu. „Segið að fólkið skipti máli. Að frelsið skipti máli. Friður skipti máli. Úkraína skipti máli. Frá 24. Mars, í miðborgum borga ykkar, öll sem ein, saman til að stöðva þetta stríð.“ Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun þar sem Selenskí mun ávarpa leiðtogana. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Selenskí ávarpað þjóð sína daglega með myndböndum á netinu til að uppfæra þau um stöðu mála en í kvöld var ávarp hans í fyrsta sinn á ensku og því ætlað að ná til heimsbyggðarinnar. „Stríð Rússlands er ekki aðeins stríð gegn Úkraínu,“ sagði Selenskí í ávarpinu en hann sagði að um væri að ræða stríð gegn frelsi í Evrópu og að það væri aðeins að byrja. „Heimurinn verður að stöðva Rússland. Heimurinn verður að stöðva þetta stríð.“ Á morgun verða fjórar vikur liðnar frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í átökunum, auk þess sem um 3,5 milljónir manna hafa þurft að flýja landið. Vestræn ríki hafa beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en að sögn Selenskí heldur stríðið áfram. „Ég þakka öllum sem styðja við Úkraínu, við frelsið, en stríðið heldur áfram. Illvirkin gegn friðsamlegu fólki halda áfram,“ sagði Selenskí. „Því bið ég ykkur um að standa upp gegn þessu stríði. Frá og með 24. mars, nákvæmlega einum mánuði frá því að innrás Rússa hófst. Sýnið samstöðu. Komið frá skrifstofum ykkar, heimilum, skólum og háskólum. Komið í nafni friðar.“ Selenskí biðlar til fólks að koma hvaðan sem það er statt, safnast saman á fjölförnum stöðum, og bera merki til stuðnings Úkraínu. „Segið að fólkið skipti máli. Að frelsið skipti máli. Friður skipti máli. Úkraína skipti máli. Frá 24. Mars, í miðborgum borga ykkar, öll sem ein, saman til að stöðva þetta stríð.“ Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun þar sem Selenskí mun ávarpa leiðtogana.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20 Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21 Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. 23. mars 2022 19:20
Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. 22. mars 2022 19:21
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. 22. mars 2022 18:06