Rapinoe: Hættulegt fyrir fótboltakarla að koma út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Megan Rapinoe hefur tekið slaginn fyrir svo margt, þar á meðal jöfn réttindi knattspyrnukvenna og réttindi samkynhneigðra í fótboltanum. Getty/Jeff Kravitz Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe skilur vel af hverju svo fáir samkynhneigðir fótboltakarlar hafi þorað út úr skápnum ólíkt því sem er hjá knattspyrnukonunum. Rapinoe ræddi stöðu samkynhneigðra karla sem vilja spila fótbolta á hæsta stigi í þætti landsliðskvennanna Pernille Harder og Magdalenu Eriksson á Sky Sports sem heitir The HangOUT. Þær Pernille og Magdalena eru par, spila saman hjá Chelsea en svo með sitthvoru landsliðinu því Harder er fyrirliði danska landsliðsins og Eriksson er lykilmaður í því sænska. „Allir þeir sem koma að íþróttaheiminum verða að átta sig á því að þau bera ábyrgð á því sem þau segja og þau verða að passa upp á það að búa til umhverfi sem er tekur vel á móti öllum og er opið,“ sagði Megan Rapinoe. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hún er á því að það sé í raun hættulegt fyrir fótboltakarla að koma út úr skápnum því það muni kalla á miklar afleiðingar fyrir þá og þeirra feril. „Við fáum alltaf spurninguna af hverju eru ekki fleiri samkynhneigðir menn í afreksíþróttum? Það er af því að þeim finnst þeir ekki vera öruggir. Þeir óttast það að fá svívirðingar frá aðdáendum, þeim verði hent út liðinu sínu eða að það verði gert lítið úr þeim,“ sagði Rapinoe. „Það er miklu öruggara fyrir konur að koma út úr skápnum. Þar er mikil samhugur á milli okkar og þeirra sem koma út og það gerir þetta svo miklu auðveldara fyrir alla. Ég vil segja við alla, frá íþróttastjórum til eiganda, frá stuðningsmönnum til leikmanna, að þetta er þeirra ábyrgð líka,“ sagði Rapinoe. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hinsegin Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Rapinoe ræddi stöðu samkynhneigðra karla sem vilja spila fótbolta á hæsta stigi í þætti landsliðskvennanna Pernille Harder og Magdalenu Eriksson á Sky Sports sem heitir The HangOUT. Þær Pernille og Magdalena eru par, spila saman hjá Chelsea en svo með sitthvoru landsliðinu því Harder er fyrirliði danska landsliðsins og Eriksson er lykilmaður í því sænska. „Allir þeir sem koma að íþróttaheiminum verða að átta sig á því að þau bera ábyrgð á því sem þau segja og þau verða að passa upp á það að búa til umhverfi sem er tekur vel á móti öllum og er opið,“ sagði Megan Rapinoe. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hún er á því að það sé í raun hættulegt fyrir fótboltakarla að koma út úr skápnum því það muni kalla á miklar afleiðingar fyrir þá og þeirra feril. „Við fáum alltaf spurninguna af hverju eru ekki fleiri samkynhneigðir menn í afreksíþróttum? Það er af því að þeim finnst þeir ekki vera öruggir. Þeir óttast það að fá svívirðingar frá aðdáendum, þeim verði hent út liðinu sínu eða að það verði gert lítið úr þeim,“ sagði Rapinoe. „Það er miklu öruggara fyrir konur að koma út úr skápnum. Þar er mikil samhugur á milli okkar og þeirra sem koma út og það gerir þetta svo miklu auðveldara fyrir alla. Ég vil segja við alla, frá íþróttastjórum til eiganda, frá stuðningsmönnum til leikmanna, að þetta er þeirra ábyrgð líka,“ sagði Rapinoe.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hinsegin Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira