Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2022 10:04 Eldflaugin fór í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lenti rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. AP/Eugene Hoshiko Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Yfirvöld í Japan hafa fordæmt vopnatilraunina, sem er bönnuð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá segir AP fréttaveitan að mögulega standi til að sækja eldflaugina á hafsbotn svo hægt sé að greina eldflaugatækni Norður-Kóreu betur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjölmörgum eldflaugum verið skotið á loft frá Norður-Kóreu. Þann 16. mars sprakk ein slík í loft upp skömmu eftir skot en hún var einnig talin vera langdræg. Þetta var tólfta eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Embættismenn þar halda því fram að markmiðið sé að koma gervihnetti á loft en það hefur verið dregið í efa. Eldflaugin sem skotið var á loft í morgun er talin vera af nýrri gerð og var henni skotið í rúmlega 6.200 kílómetra hæð og lenti hún um 1.080 kílómetrum frá skotstað, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar sem vitnar í herforingjaráð Suður-Kóreu. Talin drífa 13 þúsund kílómetra Eldflaugin er talin geta borið nokkur kjarnorkuvopn um þrettán þúsund kílómetra. Þetta er í fyrsta sinn frá 2017 sem Kóreumenn gera tilraun með svo langdræga eldflaug. Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum og hafa lokanir landamæra ríkisins vegna útbreiðslu Covid gert vont ástand verra. Þrátt fyrir efnahagsvandræðin og skort á nauðsynjum hefur ríkisstjórn Kims ekkert gefið eftir í eldflaugaáætlun ríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41 Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa fordæmt vopnatilraunina, sem er bönnuð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá segir AP fréttaveitan að mögulega standi til að sækja eldflaugina á hafsbotn svo hægt sé að greina eldflaugatækni Norður-Kóreu betur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjölmörgum eldflaugum verið skotið á loft frá Norður-Kóreu. Þann 16. mars sprakk ein slík í loft upp skömmu eftir skot en hún var einnig talin vera langdræg. Þetta var tólfta eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Embættismenn þar halda því fram að markmiðið sé að koma gervihnetti á loft en það hefur verið dregið í efa. Eldflaugin sem skotið var á loft í morgun er talin vera af nýrri gerð og var henni skotið í rúmlega 6.200 kílómetra hæð og lenti hún um 1.080 kílómetrum frá skotstað, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar sem vitnar í herforingjaráð Suður-Kóreu. Talin drífa 13 þúsund kílómetra Eldflaugin er talin geta borið nokkur kjarnorkuvopn um þrettán þúsund kílómetra. Þetta er í fyrsta sinn frá 2017 sem Kóreumenn gera tilraun með svo langdræga eldflaug. Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum og hafa lokanir landamæra ríkisins vegna útbreiðslu Covid gert vont ástand verra. Þrátt fyrir efnahagsvandræðin og skort á nauðsynjum hefur ríkisstjórn Kims ekkert gefið eftir í eldflaugaáætlun ríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41 Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41
Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23
Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28