KA spilar fyrstu heimaleikina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 13:30 Úr leik á Greifavellinum á síðasta tímabili. KA spilar ekki þar í sumar. vísir/Óskar Ófeigur KA spilar væntanlega fyrstu heimaleiki sína í Bestu deild karla á Dalvík. Enn á eftir að leggja gervigras á nýjan framtíðarvöll KA. Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH. Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Í fyrra spilaði KA fyrstu fjóra heimaleiki sína á Dalvík áður liðið færði sig yfir á Greifavöllinn. Í sumar ætla KA-menn að láta langþráðan draum rætast og spila á KA-svæðinu. En hvenær það verður liggur ekki fyrir. „Það er ekki komin nein dagsetning hvenær á að byrja að leggja það. Mér skilst að það geti tekið þrjár vikur. Markmiðið var að byrja á því í byrjun apríl en ég veit ekki alveg stöðuna á því,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við Vísi. „Auðvitað er þetta mikið rask. Það verða þrjár vikur þar sem er ekki hægt að nota völlinn. Það eru ekkert margir vellir sem er hægt að nota hérna á Akureyri. Við þurfum að leysa það, hvort sem það er að æfa inni í Boganum á morgnana eða keyra á Dalvík.“ Fleira þarf að gera en að leggja gervigras á völlinn á KA-svæðinu til að hann standist leyfiskerfi KSÍ varðandi aðstöðu fyrir áhorfendur, fjölmiðla og aðra. „Ég held að markmiðið sé að við getum spilað alla keppnisleiki á KA-svæðinu,“ sagði Arnar. „En ég geri ráð fyrir því að við byrjum á Dalvík. Það fer eftir því hvenær verður byrjað að leggja gervigrasið og koma upp stúku. Ég geri ráð fyrir að við spilum allavega tvo eða þrjá leiki á Dalvík. En við byrjum allavega þar. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Leikni. Menn ætluðu skipta á heimaleik og byrja í Breiðholtinu en þeir voru ekkert spenntir fyrir því þar sem grasið er ekki tilbúið.“ Fyrsti heimaleikur KA er gegn Leikni 20. apríl, annar gegn Keflavík 2. maí og sá þriðji gegn FH 11. maí. KA endaði í 4. sæti á síðasta tímabili sem er næstbesti árangur í sögu félagsins. KA-menn misstu af Evrópusæti í lokaumferðinni þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við FH.
Besta deild karla KA Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira