Lífið

Óborganlegt æluatvik á tónleikum Motörhead

Stefán Árni Pálsson skrifar
Róbert Aron bjó lengi vel í London og skemmti sér oft á tíðum vel þar í borg. 
Róbert Aron bjó lengi vel í London og skemmti sér oft á tíðum vel þar í borg.  VÍSIR/VILHELM

Sumir segja að Róbert Aron Magnússon sé andlit Hip Hop senunnar á Íslandi. Flestir þekkja hann undir nafninu Robbi Kronik en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik í yfir tuttugu ár.

Robbi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Róbert er 47 ára og hefur marga fjöruna sopið á sinni lífsleið. Hann bjó í mörg ár í London þar sem hann meðal annars rak Hamborgarabúlluna með góðum árangri þar í borg.

Í þættinum segir Robbi einstaklega skemmtilega sögu þegar hann fór með félögum sínum á tónleika með rokksveitinni Motörhead.

Hann hafði fengið sér örlítið í glas fyrir tónleikana og varð allt í einu svolítið óglatt. Afleiðingarnar nokkuð óheppilegar fyrir Róbert eins og hann fer yfir þegar 28:00 mínútur eru liðnar af þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.