Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍBV 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið haldi sér uppi. Eyjamenn eru mættir aftur í efstu deild eftir tveggja ára veru í Lengjudeildinni. ÍBV skítféll 2019 og lenti í 4. sæti Lengjudeildarinnar 2020. Í fyrra lentu Eyjamenn svo í 2. sæti Lengjudeildarinnar og fóru nokkuð sannfærandi upp. Eftir tímabilið sagði Helgi Sigurðsson skilið við ÍBV eftir tvö ár hjá félaginu. Við starfi hans tók ein helsta hetja Eyjunnar, Hermann Hreiðarsson. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá ÍBV 2013 þegar liðið lenti í 6. sæti. Hermann hætti eftir aðeins eitt tímabil og hefur komið víða við á undanförnum árum. Síðast var hann þjálfari Þróttar í Vogum þar sem hann gerði góða hluti og kom liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Eyjamenn hafa styrkt sig ágætlega í vetur og virðast þokkalega vel í stakk búnir til að takast á við bestu lið landsins. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu 1 sæti neðar en þeim var spáð (1. sæti) í spá fyrirliða og þjálfara fyrir fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 50 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 12) Júní: 83 prósent stiga í húsi í B-deild (10 af 12) Júlí: 72 prósent stiga í húsi í B-deild (13 af 18) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 9) September: 60 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 15) - Besti dagur: 11. september Eyjamenn tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 3-2 sigri á Þrótti á Hásteinsvelli. Versti dagur: 14. maí Eyjamenn voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu eftir 2-0 tap á móti Fram á heimavelli. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti í B-deild (47 stig) Sóknarleikur: 3. sæti í B-deild (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti í B-deild (22 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti í B-deild (22 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti í B-deild (25 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (23. júlí til 3. september) Flestir tapleikir í röð: 2 (7. til 14 maí) Markahæsti leikmaður: Jose Sito 13 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Telmo Castanheira 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið ÍBV í sumar.vísir/hjalti Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður (f. 1990): Var með betri varnarmönnum efstu deildar er hann ákvað að yfirgefa Val og halda heim til Vestamannaeyja. Er nú mættur aftur í deild þeirra bestu og þarf að sýna hvað í honum býr ef Eyjamenn ætla að halda sæti sínu í deildinni. Er fyrirliði ÍBV og mikilvægasti leikmaður liðsins. Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður (f. 1987): Klókur miðjumaður með góða spyrnutækni. Færði sig niður í Lengjudeildina fyrir síðustu leiktíð en stoppaði stutt. Er ekki að yngjast en reynsla hans gæti orðið mikilvæg ef í harðbakka slær. Fékk töluvert af gulum spjöldum á síðustu leiktíð en má ekki við því að endurtaka leikinn þar sem ÍBV má ekki við því að missa hann í leikbann eða bönn. Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður (f. 1990): Hefur ekki spilað hér á landi síðan hann fór á kostum með Grindavík sumarið 2017 og jafnaði markametið í efstu deild. Hefur glímt við meiðsli undanfarin misseri en ef honum tekst að finna eitthvað í líkingu við sitt gamal Grindavíkur-form ætti ÍBV ekki að eiga erfitt með að halda sæti sínu í deildinni. Mikil ábyrgð er á herðum Eiðs Arons Sigurbjörnssonar, Guðjóns Péturs Lýðssonar og Andra Rúnars Bjarnasonar hjá ÍBV.vísir/hulda margrét Fylgstu með: Tómas Bent Magnússon, fjölhæfur (f. 2002) Uppalinn Eyjamaður sem var í stóru hlutverki síðasta sumar. Fjölhæfur, fínn á boltann og hörkuduglegur. Hefur spilað á miðjunni en við teljum að hann verði töluvert framar á vellinum í sumar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi ÍBV.vísir/hjalti Eyjamenn hafa gert nokkuð vel á félagaskiptamarkaðnum – ekki misst neina lykilmenn en sótt sér góðan liðsstyrk til að gera hópinn kláran í mun erfiðari slag en síðasta sumar. Andri Rúnar hefur ekki verið svo mikið í umræðunni í aðdraganda móts en síðast þegar það gerðist jafnaði hann markametið í efstu deild. Eyjamenn gerðu einnig mjög vel í að fá Hornfirðinginn Alex Frey Hilmarsson frá KR. Alex var frábær fyrir Víkinga sumarið 2018 en krossbandsslit áttu stóran þátt í því að dæmið gekk ekki upp á árum hans hjá KR. Hann gæti orðið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Eyjamönnum. Kantmaðurinn Halldór Jón Sigurður Þórðarson spilaði talsvert fyrir Víkinga á meistaraárinu magnaða í fyrra, fljótur og lipur, og markmaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson sneri heim og veitir Halldóri Páli gott aðhald. Þá gerði Marc Wilson, fyrrverandi miðvörður Stoke, sínum gamla félaga Hermanni greiða og samdi við ÍBV. Írinn 34 ára spilaði fyrir Hermann hjá Þrótti Vogum í fyrra. Hversu langt er síðan að ÍBV .... ... varð Íslandsmeistari: 24 ár (1998) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2017) ... endaði á topp þrjú: 10 ár (2012) ... féll úr deildinni: 3 ár (2019) ... átti markakóng deildarinnar: 3 ár (Gary Martin 2019) ... átti besta leikmann deildarinnar: 22 ár (Hlynur Stefánsson 2000) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 11 ár (Þórarinn Ingi Valdimarsson 2011) Að lokum ... Portúgalski miðjumaðurinn Telmo Castanheira er að hefja sitt fjórða tímabil með ÍBV.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir að hafa verið í hópi þriggja bestu liða landsins þrjú ár í röð (2010-12) hafa síðustu ár verið erfið fyrir ÍBV. Liðið hefur ekki endað ofar en í 6. sæti síðan þá og fyrir utan bikarmeistaratitilinn 2017 hefur ekki verið mikil ástæða til að gleðjast yfir gengi karlaliðsins í Eyjum. ÍBV er nú mætt aftur í efstu deild sem er algjörlega lágmarkskrafa þar á bæ. Hermann Hreiðarsson hefur oft stigið dans við falldrauginn á ferlinum og tölfræðin í þeim efnum er honum ekki í hag. Eyjamenn ættu þó að vera nógu sterkir til að halda sér réttu megin við strikið en erfitt er að sjá þá gera mikið meiri rósir. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍBV 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið haldi sér uppi. Eyjamenn eru mættir aftur í efstu deild eftir tveggja ára veru í Lengjudeildinni. ÍBV skítféll 2019 og lenti í 4. sæti Lengjudeildarinnar 2020. Í fyrra lentu Eyjamenn svo í 2. sæti Lengjudeildarinnar og fóru nokkuð sannfærandi upp. Eftir tímabilið sagði Helgi Sigurðsson skilið við ÍBV eftir tvö ár hjá félaginu. Við starfi hans tók ein helsta hetja Eyjunnar, Hermann Hreiðarsson. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá ÍBV 2013 þegar liðið lenti í 6. sæti. Hermann hætti eftir aðeins eitt tímabil og hefur komið víða við á undanförnum árum. Síðast var hann þjálfari Þróttar í Vogum þar sem hann gerði góða hluti og kom liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Eyjamenn hafa styrkt sig ágætlega í vetur og virðast þokkalega vel í stakk búnir til að takast á við bestu lið landsins. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu 1 sæti neðar en þeim var spáð (1. sæti) í spá fyrirliða og þjálfara fyrir fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 50 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 12) Júní: 83 prósent stiga í húsi í B-deild (10 af 12) Júlí: 72 prósent stiga í húsi í B-deild (13 af 18) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 9) September: 60 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 15) - Besti dagur: 11. september Eyjamenn tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 3-2 sigri á Þrótti á Hásteinsvelli. Versti dagur: 14. maí Eyjamenn voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu eftir 2-0 tap á móti Fram á heimavelli. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti í B-deild (47 stig) Sóknarleikur: 3. sæti í B-deild (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti í B-deild (22 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti í B-deild (22 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti í B-deild (25 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (23. júlí til 3. september) Flestir tapleikir í röð: 2 (7. til 14 maí) Markahæsti leikmaður: Jose Sito 13 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Telmo Castanheira 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið ÍBV í sumar.vísir/hjalti Eiður Aron Sigurbjörnsson, miðvörður (f. 1990): Var með betri varnarmönnum efstu deildar er hann ákvað að yfirgefa Val og halda heim til Vestamannaeyja. Er nú mættur aftur í deild þeirra bestu og þarf að sýna hvað í honum býr ef Eyjamenn ætla að halda sæti sínu í deildinni. Er fyrirliði ÍBV og mikilvægasti leikmaður liðsins. Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður (f. 1987): Klókur miðjumaður með góða spyrnutækni. Færði sig niður í Lengjudeildina fyrir síðustu leiktíð en stoppaði stutt. Er ekki að yngjast en reynsla hans gæti orðið mikilvæg ef í harðbakka slær. Fékk töluvert af gulum spjöldum á síðustu leiktíð en má ekki við því að endurtaka leikinn þar sem ÍBV má ekki við því að missa hann í leikbann eða bönn. Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður (f. 1990): Hefur ekki spilað hér á landi síðan hann fór á kostum með Grindavík sumarið 2017 og jafnaði markametið í efstu deild. Hefur glímt við meiðsli undanfarin misseri en ef honum tekst að finna eitthvað í líkingu við sitt gamal Grindavíkur-form ætti ÍBV ekki að eiga erfitt með að halda sæti sínu í deildinni. Mikil ábyrgð er á herðum Eiðs Arons Sigurbjörnssonar, Guðjóns Péturs Lýðssonar og Andra Rúnars Bjarnasonar hjá ÍBV.vísir/hulda margrét Fylgstu með: Tómas Bent Magnússon, fjölhæfur (f. 2002) Uppalinn Eyjamaður sem var í stóru hlutverki síðasta sumar. Fjölhæfur, fínn á boltann og hörkuduglegur. Hefur spilað á miðjunni en við teljum að hann verði töluvert framar á vellinum í sumar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi ÍBV.vísir/hjalti Eyjamenn hafa gert nokkuð vel á félagaskiptamarkaðnum – ekki misst neina lykilmenn en sótt sér góðan liðsstyrk til að gera hópinn kláran í mun erfiðari slag en síðasta sumar. Andri Rúnar hefur ekki verið svo mikið í umræðunni í aðdraganda móts en síðast þegar það gerðist jafnaði hann markametið í efstu deild. Eyjamenn gerðu einnig mjög vel í að fá Hornfirðinginn Alex Frey Hilmarsson frá KR. Alex var frábær fyrir Víkinga sumarið 2018 en krossbandsslit áttu stóran þátt í því að dæmið gekk ekki upp á árum hans hjá KR. Hann gæti orðið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Eyjamönnum. Kantmaðurinn Halldór Jón Sigurður Þórðarson spilaði talsvert fyrir Víkinga á meistaraárinu magnaða í fyrra, fljótur og lipur, og markmaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson sneri heim og veitir Halldóri Páli gott aðhald. Þá gerði Marc Wilson, fyrrverandi miðvörður Stoke, sínum gamla félaga Hermanni greiða og samdi við ÍBV. Írinn 34 ára spilaði fyrir Hermann hjá Þrótti Vogum í fyrra. Hversu langt er síðan að ÍBV .... ... varð Íslandsmeistari: 24 ár (1998) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2017) ... endaði á topp þrjú: 10 ár (2012) ... féll úr deildinni: 3 ár (2019) ... átti markakóng deildarinnar: 3 ár (Gary Martin 2019) ... átti besta leikmann deildarinnar: 22 ár (Hlynur Stefánsson 2000) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 11 ár (Þórarinn Ingi Valdimarsson 2011) Að lokum ... Portúgalski miðjumaðurinn Telmo Castanheira er að hefja sitt fjórða tímabil með ÍBV.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir að hafa verið í hópi þriggja bestu liða landsins þrjú ár í röð (2010-12) hafa síðustu ár verið erfið fyrir ÍBV. Liðið hefur ekki endað ofar en í 6. sæti síðan þá og fyrir utan bikarmeistaratitilinn 2017 hefur ekki verið mikil ástæða til að gleðjast yfir gengi karlaliðsins í Eyjum. ÍBV er nú mætt aftur í efstu deild sem er algjörlega lágmarkskrafa þar á bæ. Hermann Hreiðarsson hefur oft stigið dans við falldrauginn á ferlinum og tölfræðin í þeim efnum er honum ekki í hag. Eyjamenn ættu þó að vera nógu sterkir til að halda sér réttu megin við strikið en erfitt er að sjá þá gera mikið meiri rósir. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu 1 sæti neðar en þeim var spáð (1. sæti) í spá fyrirliða og þjálfara fyrir fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 50 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 12) Júní: 83 prósent stiga í húsi í B-deild (10 af 12) Júlí: 72 prósent stiga í húsi í B-deild (13 af 18) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 9) September: 60 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 15) - Besti dagur: 11. september Eyjamenn tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 3-2 sigri á Þrótti á Hásteinsvelli. Versti dagur: 14. maí Eyjamenn voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu eftir 2-0 tap á móti Fram á heimavelli. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti í B-deild (47 stig) Sóknarleikur: 3. sæti í B-deild (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 3. sæti í B-deild (22 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti í B-deild (22 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti í B-deild (25 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (23. júlí til 3. september) Flestir tapleikir í röð: 2 (7. til 14 maí) Markahæsti leikmaður: Jose Sito 13 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Telmo Castanheira 7
Hversu langt er síðan að ÍBV .... ... varð Íslandsmeistari: 24 ár (1998) ... varð bikarmeistari: 5 ár (2017) ... endaði á topp þrjú: 10 ár (2012) ... féll úr deildinni: 3 ár (2019) ... átti markakóng deildarinnar: 3 ár (Gary Martin 2019) ... átti besta leikmann deildarinnar: 22 ár (Hlynur Stefánsson 2000) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 11 ár (Þórarinn Ingi Valdimarsson 2011)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01