Hagvaxtarauki og húsnæðisstuðningur Drífa Snædal skrifar 25. mars 2022 11:30 Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári. Það er mikilvægt að þessar hækkanir komi núna ekki síst vegna hækkandi verðlags og dýrtíðar í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Atvinnurekendur fóru fram á að þetta ákvæði myndi ekki virkjast en samninganefnd ASÍ tók þá ákvörðun sem fyrr að verja samningana alla leið. Það hefur reynst farsælt. Í vikunni kom út mánaðaryfirlit Alþýðusambandsins þar sem kemur í fyrsta sinn skýrt fram að húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur færst frá því að vera í formi vaxtabóta til fólks úr öllum tekjuhópum yfir í að vera helst stuðningur til þeirra tekjuhæstu í gegnum skattafrádrátt lífeyrissparnaðar. Ójöfnuður getur leynst víða og úrræði sem ætluð eru til að létta fólki lífið geta haft þveröfug áhrif. Í þessu tilviki má gefa sér að þetta úrræði hafi hækkað húsnæðisverð og á sama tíma dregið úr stuðningi við þá sem mest þurfa. Nú er því nánast ógerningur fyrir tekjulágt fólk að komast inn á eignamarkaðinn. Einmitt þess vegna skipta tilfærslukerfin svona miklu máli. Barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, ásamt skattkerfinu eru öflugustu kerfin sem við eigum til að búa til jöfnuð og veita liðsinni þar sem þess er þörf. Þannig skapast jafnvægi. Ég fagna ályktun ASÍ-UNG sem var samþykkt í fyrradag þar sem þess er krafist að húsnæðisstuðningur stjórnvalda beinist að ungu og tekjulágu fólki og ég tek undir þessa kröfu. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru farsælustu samfélögin, fyrir einstaklinga og fyrir heildina. Framleiðnin er meiri, nýsköpun, listir blómstra og velmegun er almennt meiri. Forsenda jöfnuðar er sterk verkalýðshreyfing sem vinnur fyrir launafólk og beitir sér fyrir bæði sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu en ekki síður fyrir því að stjórnvöld nýti sín tæki til jöfnuðar og almennrar velmegunar. Það er skýr fylgni á milli sterkra verkalýðshreyfinga á vesturlöndum og jöfnuðar og farsældar. Við skulum aldrei gleyma því. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári. Það er mikilvægt að þessar hækkanir komi núna ekki síst vegna hækkandi verðlags og dýrtíðar í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Atvinnurekendur fóru fram á að þetta ákvæði myndi ekki virkjast en samninganefnd ASÍ tók þá ákvörðun sem fyrr að verja samningana alla leið. Það hefur reynst farsælt. Í vikunni kom út mánaðaryfirlit Alþýðusambandsins þar sem kemur í fyrsta sinn skýrt fram að húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur færst frá því að vera í formi vaxtabóta til fólks úr öllum tekjuhópum yfir í að vera helst stuðningur til þeirra tekjuhæstu í gegnum skattafrádrátt lífeyrissparnaðar. Ójöfnuður getur leynst víða og úrræði sem ætluð eru til að létta fólki lífið geta haft þveröfug áhrif. Í þessu tilviki má gefa sér að þetta úrræði hafi hækkað húsnæðisverð og á sama tíma dregið úr stuðningi við þá sem mest þurfa. Nú er því nánast ógerningur fyrir tekjulágt fólk að komast inn á eignamarkaðinn. Einmitt þess vegna skipta tilfærslukerfin svona miklu máli. Barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, ásamt skattkerfinu eru öflugustu kerfin sem við eigum til að búa til jöfnuð og veita liðsinni þar sem þess er þörf. Þannig skapast jafnvægi. Ég fagna ályktun ASÍ-UNG sem var samþykkt í fyrradag þar sem þess er krafist að húsnæðisstuðningur stjórnvalda beinist að ungu og tekjulágu fólki og ég tek undir þessa kröfu. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru farsælustu samfélögin, fyrir einstaklinga og fyrir heildina. Framleiðnin er meiri, nýsköpun, listir blómstra og velmegun er almennt meiri. Forsenda jöfnuðar er sterk verkalýðshreyfing sem vinnur fyrir launafólk og beitir sér fyrir bæði sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu en ekki síður fyrir því að stjórnvöld nýti sín tæki til jöfnuðar og almennrar velmegunar. Það er skýr fylgni á milli sterkra verkalýðshreyfinga á vesturlöndum og jöfnuðar og farsældar. Við skulum aldrei gleyma því. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar