Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 21:01 Það slær enginn þjóðarleiðtogi einræðisherranum Kim Jong-un við í töffaraskap. AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli. Norður-Kórea Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Einaræðisherranum Kim Jong-un barnabarni „hins dásamlega mikla leiðtoga“ og stofnanda Norður Kóreu Kim Il-sung er er mikið í mun hvernig hinn sveltandi og kúgaði almenningur og umheimurinn sjá hann. Hann var til að mynda ekki upprifinn af því hvernig hann var sýndur í kvikmyndinni The Interview. Þar sást Kim Jong-un fara að skæla í viðtali við bandarískan þáttastjórnanda af verri endanum og skíta síðan á sig í beinni útsendingu. Hinn mikli leiðtogi fylgdi eldflauginni alla leið að skotpallinum til að fullvissa sig um að allt fær rétt fram.AP/fréttaþjónusta Norður Kóreu Nei, einræðisherrann hefur heldur betur ekki húmor fyrir þessu. Þegar Kim lét skjóta á loft risavaxinn langdrægri eldflaug í gær, dugði ekkert annað en Hollywood útgáfa af atburðinum í and Tom Cruse í kvikmyndinni Top Gun. Hann er jú mesti leiðtogi í heimi. Leiðtoginn birtist í leðurjakka með sólgleraugu bendandi hershöfðingjum í allar áttir eins og maðurinn sem allt veit og það betur en allir aðrir. Eldflaugin ægilega á að geta tortímt Bandaríkjunum og öllum öðrum óvinum. Það er best að hafa tímasetninguna rétta og allir samstilla úrin sín með hinum mikla leiðtoga skömmu fyrir flugskotið. Og auðvitað er engum öðrum treystandi til að fylgja eldflauginni að skotpallinum en einræðisherranum sjálfum. Gleðin var barnsleg og einlæg þegar eldflauginni sem borið getur gereyðingarvopn var skotið á loft í gær.AP/Fréttaþjónusta Norður Kóreu Þegar hann hefur séð til þess að allt sé klárt labbar hann frá flauginni. Það er talið niður, ljósin blikka, allir eru að rifna úr stolti . Og þegar skaufalaga flaug þessarar sveltandi þjóðar leggur af stað þarf að sýna það frá mörgum sjónarhornum. Allir eru stórkostlega glaðir og fagna hinum mikla og glaðlynda leiðtoga eins og saklaus börn í barnaafmæli.
Norður-Kórea Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira