Tiger að íhuga endurkomu: Skráður til leiks á Mastersmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2022 23:01 Tiger Woods er skráður til leiks á Mastersmótinu. Richard Hartog/Getty Images Það virðist sem Tiger Woods, einn albesti kylfingur sögunnar, sé að íhuga endurkomu á golfvöllinn en hann er skráður til leiks á Masters-mótinu sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu frá 7. til 10. apríl. Woods hefur ekki keppt síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tæpu ári síðan. Kylfingurinn Phil Mickelson mun ekki taka þátt á Mastersmótinu í fyrsta sinn í hartnær þrjá áratugi. Á sama er hins vegar Tiger Woods – líklega frægasti kylfingur sögunnar – skráður til leiks á mótið. Hinn 46 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í neinum af stærstu mótaröðum golfheimsins síðan hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í febrúar á síðasta ári. Eftir langa endurhæfingu tók hann þátt í móti með syni sínum í desember en það virtust litlar sem engar líkur að Woods myndi keppa meðal þeirra bestu á nýjan leik, það er þangað til nú. Samkvæmt talsmanni Woods mun hann taka ákvörðun fyrir mánaðarmót en hann getur afboðað þátttöku sína fram til 1. apríl næstkomandi. Tiger Woods hefur alls unnið Mastersmótið fimm sinnum á ferlinum. Síðast árið 2019. Það verður að teljast ólíklegt að hann bæti sjötta titlinum við í safnið en ef einhver gæti dregið kanínu upp úr hattinum í apríl þá er það Tiger Woods. Mastersmótið fer fram 7. til 10. apríl og verður sýnt á Golfstöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson mun ekki taka þátt á Mastersmótinu í fyrsta sinn í hartnær þrjá áratugi. Á sama er hins vegar Tiger Woods – líklega frægasti kylfingur sögunnar – skráður til leiks á mótið. Hinn 46 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í neinum af stærstu mótaröðum golfheimsins síðan hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í febrúar á síðasta ári. Eftir langa endurhæfingu tók hann þátt í móti með syni sínum í desember en það virtust litlar sem engar líkur að Woods myndi keppa meðal þeirra bestu á nýjan leik, það er þangað til nú. Samkvæmt talsmanni Woods mun hann taka ákvörðun fyrir mánaðarmót en hann getur afboðað þátttöku sína fram til 1. apríl næstkomandi. Tiger Woods hefur alls unnið Mastersmótið fimm sinnum á ferlinum. Síðast árið 2019. Það verður að teljast ólíklegt að hann bæti sjötta titlinum við í safnið en ef einhver gæti dregið kanínu upp úr hattinum í apríl þá er það Tiger Woods. Mastersmótið fer fram 7. til 10. apríl og verður sýnt á Golfstöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti