Arnar Þór: Svekktir að hafa ekki náð í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 26. mars 2022 19:35 Arnar Þór Viðarsson EPA-EFE/Robert Ghement A-landslið karla í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Finnland í vináttuleik á Spáni í dag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15