Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið og með því leika þeir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson en sá síðarnefndi var fjarri góðu gamni í kvöld þegar Gummersbach heimsótti Huttenberg.
Leikurinn var jafn og spennandi og var hnífjafnt í leikhléi, 13-13. Í síðari hálfleik reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30.
Elliði Snær skoraði þrjú mörk og nýtti öll skot sín í leiknum.
Gummerbach hefur tveggja stiga forystu á Nordhorn á toppi deildarinnar.