Innlent

Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands.

Því næst kemur Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra og ræðir innrás Rússa og utanríkismálin þar eystra. 

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata mætir og ræðir söluna á hluta af hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem einhverjir hafa fett fingur út í. Björn Leví rökræðir söluna og aðferðarfræðina við Hildi Sverrisdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Í lok þáttar mætir Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor ehf., en fyrirtækið  hlaut nýlega nýsköpunarverðlaun Samorku. Fyrirtækið þykir spennandi og hyggur á mikla landvinninga með framleiðslu á sjálfbærum álrafhlöðum sem hraða eiga orkuskiptum á fjölmörgum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×