Jónatan Magnússon: Töpum þessu stigi Ester Ósk Árnadóttir skrifar 27. mars 2022 18:12 Jónatan Magnússon, þjálfari KA var ekki sáttur við jafnteflið í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er drullu svekktur og fúll,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-25 jafntefli á móti Aftureldingu í KA heimilinu í dag. KA var að vinna með tveimur þegar skammt var eftir af leiknum en fór afskaplega illa að ráði sínu á lokametrunum og náði ekki skoti í lokasókninni. „Mér fannst við fara svakalega illa með lokakaflann í þessum leik. Mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu en við förum bara illa með nokkrar stöður þarna í lokinn og því fór sem fór.“ KA fór hægt af stað í leiknum og var Afturelding með yfirhöndina stæðsta partinn af fyrri hálfleik. „Mér fannst við byrja frekar illa, ekkert ósvipað og hvernig við hófum leikinn á móti Fram sem er eitthvað sem ég hef áhyggjur af núna, að við séum að byrja flatt og við höldum bara að þetta komi bara af sjálfu sér en það þarf alltaf að hafa fyrir þessu.“ „Við unnum okkur hins vegar vel inn í þetta, það var með ólíkindum miða við spilamennsku okkar að það hafi verið jafnt í hálfleik. Þetta lagaðist í seinni hálfleik, varnarleikurinn varð betri og við vorum komnir með stöðuna sem við vildum í lokinn. Hins vegar fáum við á okkur brottvísun í lokinn og spilum illa úr síðustu mínútunum og þess vegna töpum við þessu stigi.“ Varnarleikur Aftureldingar var mjög góður í leiknum og uppleggið að loka á Óðinn Þór Ríkharðsson og Allan Norðberg gekk vel. „Mér fannst varnarleikurinn hjá Aftureldingu heilt yfir góður og mér fannst erfitt að finna svör. Ég sit alveg eftir með nokkrar pælingar sem ég er ekki nógu ánæðgur með, þeir lokuðu alveg á hægri vænginn hjá okkur. KA fékk lokasénsinn til að vinna leikinn en Ólafur Gústafsson sem hafði átt frábæran leik tapaði boltanum í lokasókninni. „Síðasta sóknin fór ekki eins og við vildum, við ætluðum allavega að ná skotinu sem kom svo aldrei.“ Næsta verkefni KA er á móti Haukum á Ásvelli. „Það verður mjög erfitt verkefni, bara eins og deildin er. Það er bara þessi gamla góða, það er þessi stigasöfnun. Við þurfum að spila betur á móti Haukunum en við gerðum í dag ef við ætlum að vinna Hauka.“ KA Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
„Mér fannst við fara svakalega illa með lokakaflann í þessum leik. Mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu en við förum bara illa með nokkrar stöður þarna í lokinn og því fór sem fór.“ KA fór hægt af stað í leiknum og var Afturelding með yfirhöndina stæðsta partinn af fyrri hálfleik. „Mér fannst við byrja frekar illa, ekkert ósvipað og hvernig við hófum leikinn á móti Fram sem er eitthvað sem ég hef áhyggjur af núna, að við séum að byrja flatt og við höldum bara að þetta komi bara af sjálfu sér en það þarf alltaf að hafa fyrir þessu.“ „Við unnum okkur hins vegar vel inn í þetta, það var með ólíkindum miða við spilamennsku okkar að það hafi verið jafnt í hálfleik. Þetta lagaðist í seinni hálfleik, varnarleikurinn varð betri og við vorum komnir með stöðuna sem við vildum í lokinn. Hins vegar fáum við á okkur brottvísun í lokinn og spilum illa úr síðustu mínútunum og þess vegna töpum við þessu stigi.“ Varnarleikur Aftureldingar var mjög góður í leiknum og uppleggið að loka á Óðinn Þór Ríkharðsson og Allan Norðberg gekk vel. „Mér fannst varnarleikurinn hjá Aftureldingu heilt yfir góður og mér fannst erfitt að finna svör. Ég sit alveg eftir með nokkrar pælingar sem ég er ekki nógu ánæðgur með, þeir lokuðu alveg á hægri vænginn hjá okkur. KA fékk lokasénsinn til að vinna leikinn en Ólafur Gústafsson sem hafði átt frábæran leik tapaði boltanum í lokasókninni. „Síðasta sóknin fór ekki eins og við vildum, við ætluðum allavega að ná skotinu sem kom svo aldrei.“ Næsta verkefni KA er á móti Haukum á Ásvelli. „Það verður mjög erfitt verkefni, bara eins og deildin er. Það er bara þessi gamla góða, það er þessi stigasöfnun. Við þurfum að spila betur á móti Haukunum en við gerðum í dag ef við ætlum að vinna Hauka.“
KA Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn